Gjafakort frá Snyrtimiðstöðinni er frábær jólagjöf

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Friday, December 15, 2017 14:00

Snyrtimiðstöðin er ein elsta og glæsilegasta snyrtistofa landsins, stofnuð árið 1979 af Rósu Þorvaldsdóttur sem enn starfar við stofuna. Að jafnaði starfa 5–7 manns á stofunni en Snyrtimiðstöðin er staðsett í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Hjá Snyrtimiðstöðinni starfar einungis fagfólk sem fylgist vel með nýjungum í faginu og vinnur eingöngu með hágæða snyrtivörum.

„Við á Snyrtimiðstöðinni höfum ávallt lagt okkur fram um að vera fyrsta flokks snyrti-, nudd- og fótaaðgerðastofa. Hvort sem það er í fagmennsku, aðstöðu, tækni, eða vörum, þessir þættir eru í stöðugri endurnýjun,“ segir Rósa Þorvaldsdóttir, stofnandi Snyrtimiðstöðvarinnar.

Í öllum andlits- og líkamsmeðferðum fylgir húðgreining og ráðleggingar um umhirðu húðar og val á snyrtivörum. Lögð er áhersla á þægilegt andrúmsloft, kertaljós og slökunartónlist eru í hverri meðferð.

IPL er nútíminn

Á Snyrtimiðstöðinni er í boði fjöldi meðferða og meðal annars starfa á stofunni færir tattú-sérfræðingar sem hafa fengið starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu.

IPL er varanleg háreyðing með Xenon-leifturljósi. Þetta er er örugg, sársaukalaus og fljótleg meðferð (svipað laser). Vinnur best ef hár eru gróf, dökk og húð ljós. Hægt að nota þetta nánast hvar sem er á líkamanum fyrir bæði konur og karla. „Við erum nýbúin að endurnýja IPL-ljóstæknitækið okkar. Þetta er að virka mjög vel fyrir margar,“ segir Rósa. „Þetta virkar þannig að liturinn í hárinu dregur í sig hitann frá ljósinu. Hárið ber hitann niður í hársrót á aðeins sekúndubroti og veldur varanlegri eyðingu á hárfrumum í hársekk. Meðferðafjöldi er 6–10 skipti á 4–8 vikna fresti.“

Nánari upplýsingar má fá um meðferðir Snyrtimiðstöðvarinnar á vefsíðunni snyrtimidstodin.is.

Mynd: ODD STEFAN

Fjölbreytt gjafakort sem öll eru frábær í jólapakkann

Gjafakort Snyrtimiðstöðvarinnar má fá fyrir hvaða upphæð sem er og getur þiggjandinn ráðstafað inneigninni eftir eigin höfði til að fá þá meðferð sem hann langar mest í. Það má líka kaupa gjafakort fyrir tilteknum meðferðum, til dæmis dekurdegi eða hand- og fótsnyrtingu, en ef þiggjandinn vill eitthvað annað er sjálfsagt að breyta gjafakortinu og láta það ganga upp í aðra meðferð. Gjafakortin eru afhent í fallegum gjafapokum og fylgir gjöf með.

Rósa er eigandi fótaaðgerða-, snyrti- og nuddstofunnar Snyrtimiðstöðvarinnar. Þessi rótgróna snyrtistofa er ein sú stærsta á landinu og býður upp á mikið úrval af snyrtimeðferðum og dekurpökkum.

Best er að kaupa gjafakort á staðnum, í Snyrtimiðstöðinni, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Síminn er 558 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

í gær
Gjafakort frá Snyrtimiðstöðinni er frábær jólagjöf

Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fréttir
í gær
Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Fókus
í gær
Heimskulega spurningin og óskiljanlega svarið

Gunnhildur hélt eiginmanninum uppi með fermingarpeningunum

Fréttir
í gær
Gunnhildur hélt eiginmanninum uppi með fermingarpeningunum

Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Fréttir
í gær
Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Hrósið fær Sigríður Andersen

í gær
Hrósið fær Sigríður Andersen

Verksýn ehf: Viðhald og endurbætur í öruggum höndum

Fréttir
í gær
Verksýn ehf: Viðhald og endurbætur í öruggum höndum

Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

Mest lesið

Ekki missa af