fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Heiðrún samdi lag fyrir Spice Girls: „Ég var bara breikdansandi á leið í bankann“ – Bjóst ekki við því sem gerðist næst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 17:10

Heiðrún Anna og Spice Girls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Anna Björnsdóttir er ein af flytjendunum sem tekur þátt í seinni undankeppni Söngvakeppninnar annað kvöld í Háskólabíói. Heiðrún Anna flytur lagið Helgi, en í viðtali á Rás 2 segir Heiðrún Anna að hugmyndin að því að taka þátt hefði fæðst fyrir rúmum áratug.

„Ég var á fundi með Simon Fuller þegar hugmyndin kom að taka þátt, en í þetta skiptið fékk ég systur mína til láta mig vita hvenær lokafresturinn væri, því ég var alltaf að missa af þessu,“ segir Heiðrún Anna, en Simon þessi er til að mynda maðurinn á bak við vinsælar hæfileikakeppnir eins og Idol, So You Think You Can Dance og sveitir á borð við Spice Girls og S Club 7.

Fundurinn með tónlistarmógúlnum gekk vel.

„Ég spilaði lag mitt Angels fyrir Simon á þessum fundi og hann var alveg harður á því að þetta ætti að vera comeback-söngull Spice Girls,“ segir söngkonan, sem var að vonum hæstánægð með tækifærið.

„Ég var bara breikdansandi á leið í bankann því hann var harður á því að þetta yrði alheimshitt og myndi selja 5 milljón eintök, og svo bara gerðist það ekki – eins og oft er í þessum bransa.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum