fbpx
FókusLífsstíll

Nýtt og glæsilegt húsnæði Gerplu tekið í notkun: Fimleikagleði og íþróttafjör í allt sumar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. maí 2018 15:00

Íþróttafélagið Gerpla var stofnað árið 1971 og er stærsta og eitt sigursælasta fimleikafélag landsins. Starfsemi Gerplu fór fram að Skemmuvegi  í Kópavogi til ársins 2005 er félagið fluttist í nýtt húsnæði að Versölum þar sem starfsemin er í dag. Nýr og merkur áfangi varð í húsnæðismálum Gerplu fyrr í þessum mánuði er félagið opnaði nýja æfingaaðstöðu í Vatnsendaskóla sem er sérsniðin að hópfimleikum. Íþróttakennsla Vatnsendaskóla fer jafnframt fram í þessu húsnæði en þetta er viðbót við aðstöðu Gerplu í Versölum.

Gerpla býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir aldurshópinn 6–10 ára (fædd 2008–2012) í allt sumar þar sem lögð er áhersla á fimleika, sund og aðrar íþróttir ásamt útiveru.

Sumarnámskeiðið Fimleika- og íþróttafjör er vinsælt og mjög vel sótt námskeið en námskeið sumarsins eru nú 11 í stað 8 áður vegna mikillar aðsóknar. Kennt verður á tveimur stöðum, í Gerplu Versölum og í nýju húsnæði Gerplu í Vatnsendaskóla. Þá verða útisvæði í Kópavogi nýtt vel undir námskeiðið auk þess sem eitthvað verður farið út úr bæjarfélaginu til æfinga og leikja. Góðviðrisdagar verða nýttir til hins ýtrasta, farið út með fimleikaáhöld og æft úti.

Á námskeiðunum er skipulögð dagskrá frá klukkan níu á morgnana til kl. 16. Boðið er upp á gæslu án aukakostnaðar frá kl. 8.00–9.00 og frá kl. 16.00–17.00.

 

Verð fyrir fjögurra daga námskeið  er 12.720 kr. Fimm daga námskeið kostar 15.900 kr.  Veittur er 20% systkinaafsláttur. Athugið að fjöldi barna á hverju námskeiði verður takmarkaður og ef lágmarksfjöldi næst ekki á námskeið gæti þurft að sameina námskeiðin á einn stað.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni gerpla.is. Skráning fer fram á vefsvæðinu gerpla.felog.is

 

Tímatafla:

 

Námskeið 1: 5. júní–8. júní (4 dagar)
Versalir

Námskeið 2: 11. júní–15. júní
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 3: 18. júní–22. júní
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 4: 25. júní–29. júní
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 5: 2. júlí–6. júlí
Versalir

Námskeið 6: 9. júlí—13. júlí
Versalir

Námskeið 7: 16. júlí—20. júlí
Versalir

Námskeið 8: 23.júlí—27. júlí
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 9: 30. júlí–3. ágúst
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 10: 7. ágúst–10. ágúst (4 dagar)
Versalir og Vatnsendi

Námskeið 11: 13. ágúst–16. ágúst (4 dagar)
Versalir og Vatnsendi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Elding – hvalaskoðun: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur

Elding – hvalaskoðun: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp