fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
FókusKynning

Eldhestar Hótel og hestaleiga: Frábær kostur fyrir ráðstefnur og aðrar fyrirtækjasamkomur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 18:30

 

Fyrirtækið Eldhestar rekur meðal annars fallegt og huggulegt sveitahótel á jörðinni Völlum í Ölfusi. Þar er frábær funda- og ráðstefnuaðstaða, veitingastaður, heitir pottar – auk þess sem hestaleiga er á staðnum sem býður upp á hestaferðir. Umhverfið er afar fallegt þar sem fjallahringurinn í Ölfusi gleður augun og sálina. Hér ríkir friðsæld og sveitakyrrð sem gott er bæði að hvílast í og vinna í hóp að krefjandi verkefnum.

Hótelreksturinn hefur þróast út frá hestaleigu en Eldhestar hófu fyrst rekstur sem hestaleiga árið 1986. Síðan hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt en tímamót urðu þegar hún fluttist á jörðina Velli: „Þetta var árið 1996 og upp frá þessu fórum við að hafa hestaleiguna opna allt árið í stað þess að vera bara með opið yfir sumartímann,“ segir Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Eldhesta. Meðfram hestaleigunni tók uppbygging gistingar að þróast hjá fyrirtækinu en gistingin opnaði á fjölbreyttari möguleika hvað varðar lengri hestaferðir.

Árið 2001 var tekin ákvörðun um að reisa Eldhestar Hótel og það var opnað árið 2002. „Við höfum lagt aukna áherslu á hestaferðir og tengt þannig saman hótelið, veitingarekstur og hestaleigu. Við höfum það síðan fram yfir ýmsa aðra aðila í þessum geira að við höfum yfir mjög mörgum hrossum að ráða sem gerir okkur kleift að þjónusta mjög stóra hópa jafnframt því sem við sinnum litlum hópum mikið og vel,“ segir Hróðmar.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni eldhestar.is og á Facebook-síðunni www.facebook.com/Eldhestar/. Einnig er gott að hringja í síma 480-4800 til að fá upplýsingar um gistimöguleika og fleira. Hér er sannarlega um áhugaverðan kost að ræða sem fyrirtæki og aðrir hópar ættu að kynna sér.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 3 dögum

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda
Kynning
Fyrir 6 dögum

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 6 dögum

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll