FókusLífsstíll

Búðardalur: Komdu heim í Búðardal – fjölskylduvæn og heimatilbúin bæjarhátíð

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 15:00

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er haldin annað hvert ár í júlí og er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottfluttum Dalamönnum. Áherslan er lögð á fjölskylduvæna og heimatilbúna dagskrá og viðburði.

„Hátíðin hefst á föstudeginum á kjötsúpurölti, það eru nokkur heimili sem opna dyr sínar fyrir gesti og fólk gengur á milli og myndast kósí stemning,“ segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ferðamálafulltrúi Dalabyggðar.


Heimamenn eru metnaðarfullir í skreytingum.

„Á laugardeginum byrjum við daginn með „brunch“ sem er í boði fyrir alla, síðan hefst fjölskylduskemmtum og þar er kassabílarallýið og Lotta mætir á svæðið. KM í Búðardal stendur á bak við kassabílarallýið. Þeir eru með verkstæði og það passar því vel. Veitt eru umhverfisverðlaun og verðlaun í ljósmyndasamkeppni. Vestfjarðavíkingurinn fer fram sömu helgi og það fara alltaf 1–2 atriði fram hér í Búðardal. Stjórnin heldur síðan stórdansleik um kvöldið í Dalabúð, sem er hluti af dagskrá þeirra þetta árið í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar.“


Kassabílarallý í fullum gangi árið 2014.


Skoppa og Skrítla að skemmta börnunum 2014.

Á sunnudeginum verður dagskrá tengd landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna, sem er hluti af aldar afmælisdagskrá fullveldis Íslands.  Þann dag bjóða líka ferðaþjónustuaðilar í Dölum gestum til sín að upplifa sveitastemningu og afurðir úr héraði.


Vestfjarðavíkingurinn 2014.

Bæjarhátíðin er á Facebook: Bæjarhátíð í Búðardal.

 

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Flutningur.is – Traustur félagi í flutningum

Flutningur.is – Traustur félagi í flutningum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Alhliða garðaþjónusta – hellulagnir, pallasmíði og skjólveggir

Garðaþjónusta Kópavogs

Alhliða garðaþjónusta – hellulagnir, pallasmíði og skjólveggir
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Vegamálun GÍH: Bílastæðamálun um allt land

Vegamálun GÍH: Bílastæðamálun um allt land
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Sælandsgarðar: Núna er tíminn fyrir hellulögn en trjáklippingar og trjáfellingar eru handan við hornið

Sælandsgarðar: Núna er tíminn fyrir hellulögn en trjáklippingar og trjáfellingar eru handan við hornið
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Rakang Thai opnað í Árbænum: Taílenskur matur eins og hann gerist bestur

Rakang Thai opnað í Árbænum: Taílenskur matur eins og hann gerist bestur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Þetta eru vinningshafarnir í gjafaleik DV fyrir verslunarmannahelgina

Þetta eru vinningshafarnir í gjafaleik DV fyrir verslunarmannahelgina
Lífsstíll
Fyrir 3 vikum

Skúlagarður: Gisting og veitingar í nálægð við ægifagrar náttúruperlur

Skúlagarður: Gisting og veitingar í nálægð við ægifagrar náttúruperlur
Lífsstíll
Fyrir 3 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur