fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Kosningar

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Eyjan
06.09.2021

Sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka Lesa meira

Sigmundur Ernir segir að Sigurður Ingi sé líklega með bestu spilin varðandi næstu ríkisstjórnarmyndun

Sigmundur Ernir segir að Sigurður Ingi sé líklega með bestu spilin varðandi næstu ríkisstjórnarmyndun

Eyjan
25.08.2021

Í dag er einn mánuður þar til kosið verður til Alþingis. Mega landsmenn því búast við fögrum fyrirheitum frá stjórnmálamönnum næstu vikurnar. Kosningarnar eru umfjöllunarefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, í grein í blaðinu í dag. Hann segir að sjaldan eða aldrei hafi niðurstaða kosninga verið jafn ófyrirséð og nú er. Þar skiptir miklu hversu Lesa meira

Starfsfólk í einkageiranum hrifnast af Sjálfstæðisflokknum

Starfsfólk í einkageiranum hrifnast af Sjálfstæðisflokknum

Eyjan
27.07.2021

Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem flestir þeirra sem starfa í einkageiranum styðja en 29% þeirra hyggjast kjósa flokkinn. Næstvinsælasti flokkurinn er Viðreisn en 12% hyggjast kjósa hann og 10% hyggjast kjósa Pírata. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að Vinstri græn og Samfylkingin njóti stuðnings 9% starfsfólks í einkageiranum. Lesa meira

Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi

Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi

Eyjan
23.07.2021

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR þá vantar töluvert upp á að Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, nái kjöri. Könnunin var gerð af MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Miðað við niðurstöðurnar myndu níu flokkar fá þingmenn kjörna í kosningunum í haust en þrír þeirra eru rétt ofan við 5% þröskuldinn og því þarf ekki Lesa meira

Skuggi hneykslismála gerir Le Pen og flokki hennar erfitt fyrir – Óviðeigandi ummæli um sjálfsvíg

Skuggi hneykslismála gerir Le Pen og flokki hennar erfitt fyrir – Óviðeigandi ummæli um sjálfsvíg

Pressan
12.06.2021

Þann 20. júní ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa til héraðsstjórna. Rassemblement National, sem hét áður Front National, flokkur Marine Le Pen glímir við ýmis hneykslismál í aðdraganda kosninganna. Margir frambjóðendur flokksins hafa komist í fréttirnar fyrir ummæli sem eru sögð vera ýmist óviðeigandi pólitískt séð eða beri merki kynþáttahaturs. Stærstu mistökin í sögu flokksins gerði Julien Odoul, frambjóðandi í Bourgogne–Franche–Comte, þegar hann gerði Lesa meira

Vilja kjósa um framtíð ríkisstjóra Kaliforníu

Vilja kjósa um framtíð ríkisstjóra Kaliforníu

Pressan
02.05.2021

1,6 milljónir íbúa í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hafa skrifað undir kröfu um að kosið verði um framtíð Gavin Newsom, ríkisstjóra, í embætti. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í byrjun vikunnar. Það eru Repúblikanar, sem vilja losna við Newsom úr embætti, sem eru í fararbroddi fyrir undirskriftasöfnunina. Þeir sem hafa skrifað undir kröfuna hafa nú 30 daga til að afturkalla Lesa meira

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Pressan
02.05.2021

Á mánudaginn birti bandaríska Manntalsstofan, U.S. Census Bureau, niðurstöður nýs manntals. Manntalið ræður hvernig þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er skipt á milli ríkjanna og því höfðu margir beðið spenntir eftir að niðurstöður manntalsins yrðu opinberaðar. Samkvæmt manntalinu þá verða Texas, Flórída og Norður-Karólína meðal þeirra ríkja sem fá flest þingsæti í fulltrúadeildinni. Þetta getur hugsanlega komið sér vel fyrir Lesa meira

Kínverjar gera endanlega út af við stjórnarandstöðuna í Hong Kong

Kínverjar gera endanlega út af við stjórnarandstöðuna í Hong Kong

Pressan
11.03.2021

Nú liggur lagafrumvarp fyrir kínverska þinginu sem kveður á um að allir þeir sem vilja bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong í framtíðinni verði að hljóta blessun yfirvalda. Í frumvarpinu er kveðið á um að aðeins „föðurlandsvinir“ megi bjóða sig fram en ekki er skilgreint hvað átt er við með því. En ljóst er að með Lesa meira

Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa

Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa

Pressan
09.03.2021

Öldungadeild þings Georgíuríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær ný kosningalög sem fela í sér að verulega er þrengt að möguleikum fólks til að kjósa utan kjörfundar. Samkvæmt nýju lögunum verður mjög erfitt fyrir kjósendur að fá heimild til að kjósa utan kjörfundar. Markmiðið með lögunum er að styrkja stöðu Repúblikana í ríkinu því það eru yfirleitt kjósendur Lesa meira

Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum

Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum

Pressan
17.12.2020

Þann 5. janúar verður kosið um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar því þær hafa mikil áhrif á skiptingu valdsins í Bandaríkjunum. Joe Biden, verðandi forseti, heimsótti Georgíu á þriðjudaginn og hvatti kjósendur til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins. Á kosningafundi í Atlanta sagði hann að hætta sé á að pólitísk stefna hans Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af