fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kosningar

Biden varar við – „Þetta er leiðin til ringulreiðar í Bandaríkjunum“

Biden varar við – „Þetta er leiðin til ringulreiðar í Bandaríkjunum“

Eyjan
03.11.2022

„Þetta leiðin til ringulreiðar í Bandaríkjunum. Svona hefur ekki sést áður. Þetta er ólöglegt og þetta er óbandarískt.“ Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gærkvöldi að sögn BBC. Hann var þarna að senda aðvörun til þeirra frambjóðenda Repúblikana sem hafa gefið í skyn að þeir muni kannski ekki viðurkenna hugsanlegan ósigur í kosningunum næsta þriðjudag. Biden tók nýlega árás Lesa meira

Trump gaf í skyn að hann stefni á forsetaframboð 2024 – Aðeins eftir að taka eina ákvörðun

Trump gaf í skyn að hann stefni á forsetaframboð 2024 – Aðeins eftir að taka eina ákvörðun

Eyjan
15.07.2022

Tímaritið New York birti viðtal við Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í gær. Þar gaf Trump sterklega í skyn að hann hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Hann sagðist eiga eftir að taka eina stóra ákvörðun í tengslum við þetta. „Stóra ákvörðunin er hvort ég á að gera það fyrir eða eftir (kosningarnar í nóvember, innsk. blaðamanns),“ sagði hann og átti þar Lesa meira

Björn Leví segir ekki vitað hvort þingkosningarnar hafi skilað lýðræðislegri niðurstöðu – „Alveg eins hægt að nota skoðanakannanir“

Björn Leví segir ekki vitað hvort þingkosningarnar hafi skilað lýðræðislegri niðurstöðu – „Alveg eins hægt að nota skoðanakannanir“

Eyjan
26.11.2021

Alþingi samþykkti í gærkvöldi að staðfesta niðurstöðu þingkosninganna í haust, þar á meðal niðurstöðu síðari talningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta mál er umfjöllunarefni í pistli Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í grein í Morgunblaðinu í dag en hún ber fyrirsögnina „Giskum á niðurstöður kosninga“. „Við þurfum öll að svara hvort það sé nóg að treysta því Lesa meira

Donald Trump er í hefndarhug gegn flokksbróður sínum í Georgíu

Donald Trump er í hefndarhug gegn flokksbróður sínum í Georgíu

Eyjan
22.11.2021

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er ekki maður sem fyrirgefur auðveldlega eða viðurkennir að hann hafi tapað. Glöggt dæmi um það má sjá í tengslum við forsetakosningarnar á síðasta ári sem hann tapaði. Hann hefur ekki viljað sætta sig við niðurstöðurnar og hefur ítrekað sett fram ósannar fullyrðingar og samsæriskenningar um að rangt hafi verið haft við í kosningunum. Lesa meira

ESB segir að Níkargva sé orðið lýðveldi óttans

ESB segir að Níkargva sé orðið lýðveldi óttans

Eyjan
09.11.2021

Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að kjósendur í Níkargva hafi verið sviptir frelsi og að kúgun yfirvalda gagnvart þeim sé ekki á undanhaldi. Hann lét þessi orð falla í gær í kjölfar kosninga í Níkargva um helgina en þar sigraði Daniel Ortega og hefur fljótlega fjórða kjörtímabil sitt sem forseti. Borrell sagði að kosningarnar hefðu ekki farið fram á sanngjarnan hátt og nú væri Lesa meira

Gagnaöflun undirbúningsnefndar á lokametrunum

Gagnaöflun undirbúningsnefndar á lokametrunum

Eyjan
01.11.2021

Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda daglega í vikunni en gagnaöflun nefndarinnar er á lokametrunum að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin lýkur við tillögur að lausn þeirra álitamála sem komu upp í sambandi við þingkosningarnar. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birgi að í dag og hugsanlega á Lesa meira

Óttast að Trump muni eyðileggja kosningarnar

Óttast að Trump muni eyðileggja kosningarnar

Eyjan
19.10.2021

Það leikur enginn vafi á að Donald Trump er enn stærsta stjarna Repúblikanaflokksins og maðurinn sem hefur flokkinn á valdi sínu. Flokkurinn þarf á stuðningi stuðningsmanna hans að halda en nú óttast margir flokksmenn að ummæli Trump muni skemma fyrir flokknum í þingkosningunum á næsta ári. Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeildinni á næsta ári og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Lesa meira

Trump styður Repúblikana sem fallast á ósannindi hans um kosningaúrslitin í nóvember

Trump styður Repúblikana sem fallast á ósannindi hans um kosningaúrslitin í nóvember

Pressan
09.10.2021

Donald Trump og bandamenn hans styðja dyggilega við bakið á þeim Repúblikönum sem fallast á ósannindi hans um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Þetta er fólk sem sækist eftir valdamiklum embættum og gæti haft mikið að segja um úrslit kosninganna 2024. Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að þetta Lesa meira

Forystufólk ríkisstjórnarflokkanna sagt sammála um að Katrín verði áfram forsætisráðherra ef samstarfið heldur áfram

Forystufólk ríkisstjórnarflokkanna sagt sammála um að Katrín verði áfram forsætisráðherra ef samstarfið heldur áfram

Eyjan
29.09.2021

Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram viðræðum um endurnýjað samstarf í gær og funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Viðræðurnar eru sagðar hafa gengið vel en þingmenn stjórnarflokkanna eru sagðir segja að augljóst sé að uppi séu ólík viðhorf um þýðingu kosningaúrslitanna fyrir áframhaldandi samstarf. Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sagðir sammála um að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra ef Lesa meira

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Pressan
27.09.2021

Þýskir jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Flokkur jafnaðarmanna, SPD, fékk 25,8% atkvæða samkvæmt tölum sem ARD birti. Miðjuhægriblokkin, CDU og CSU, fengu 24,1%. Græningjar fengu 14,6% atkvæða og Frjálslyndir, FDV, 11,5%. Hægri sinnaði popúlistaflokkurinn AfD hlaut 10,4% atkvæða. Armin Laschet, kanslaraefni CDU/CSU, og Olaf Scholz, kanslaraefni SPD, ávörpuðu stuðningsmenn sína í gærkvöldi og sögðust báðir ætla sér að mynda ríkisstjórn og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af