fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. september 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 2:1 tap gegn Armeníu í F-riðli undankeppni HM í gærkvöldi. Eftir úrslitin situr Írland í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig eftir tvær umferðir.

Írar gerðu jafntefli við Ungverjaland í fyrstu umferð á heimavelli, en standa nú frammi fyrir erfiðri stöðu í riðli þar sem Portúgal og Georgía eru einnig meðal keppenda.

Í viðtali við RTÉ Sport eftir leik var Heimir greinilega orðinn pirraður, sérstaklega eftir að spyrill miðilsins fór að telja upp slæma úrslitaleiki Armena í undanförnu:

„Þeir töpuðu 5:0 fyrir Portúgal á dögunum, töpuðu samanlagt 9:1 fyrir Georgíu og Kasakstan vann þá 5:2. Þeir eru 45 sætum neðar en við á styrkleikalista FIFA,“ sagði spyrillinn áður en hann rétti Heimi hljóðnemann.

Heimir svaraði þá stutt og ákveðið:„Hver er spurningin?,“ sagði Heimir, greinilega ekki hrifinn af því hvernig spurningin var sett fram.

Þjálfarinn viðurkenndi þó að frammistaða liðsins hefði verið óásættanleg og að staðan í riðlinum væri erfið:

„Núna þarf allt að vera fullkomið og það er erfitt að vera bjartsýnn,“ sagði Heimir við RTÉ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu