fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
433Sport

Hvað segja danskir fjölmiðlar um leikinn? Vafasamt sjálfsmark – Snjallt að skora fyrst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 06:45

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir sigruðu Ísland örugglega á Laugardalsvelli í gærkvöldi en leikurinn endaði 3-0. Fyrsta markið er umdeilt og vafasamt hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna en engu að síður dæmdi sænskur dómari leiksins það gilt. En hvað segja danskir fjölmiðlar um leikinn?

Ekstra Bladet segir að þessi fyrstu sigur Dana í Þjóðadeildinni hafi verið mjög sannfærandi. 3-0 sigurinn hafi verið verðskuldaður og að danska liðið hafi skorað á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Sjálfsmarkið í lok fyrri hálfleiks hafi komið danska liðinu í gang og mark Christian Eriksen í byrjun síðari hálfleiks og draumamark Robert Skov hafi gert endanlega út af við leikinn.

Blaðið segir að byrjunarlið Dana hafi verið það sterkasta sem í boði var, að minnsta kosti á pappírunum. Fyrri hálfleikurinn hafi verið svona upp og niður, Danir hafi verið meira með boltann en lítið hafi komið út úr því. Íslendingum hafi tekist að verjast vel og vörnin hafi verið þétt og Danir hafi fengið lítið pláss til að spila. Hvað varðar fyrsta markið segir blaðið að ómögulegt hafi verið að sjá hvort boltinn var í raun og veru inni, engar sjónvarpsmyndir staðfesti það en samt sem áður hafi dómarinn dæmt mark.

Blaðið hrósar einnig Christian Eriksen fyrir markið sem hann skoraði og rifjar upp að fyrsta mark hans fyrir landsliðið skoraði hann fyrir níu árum og fjórum mánuðum síðan og það einmitt gegn Íslandi.

Jótlandspósturinn segir að ef sigra eigi Ísland á knattspyrnuvellinum sé snjallt að skora fyrsta markið. Þess hafi Danir, þannig séð, ekki þurft í gær því Ísland hafi skorað sjálfsmark rétt fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik hafi danska liðið séð fagmannlega um að afgreiða leikinn og skora tvö mörk til viðbótar.

Íslensku leikmennirnir voru ekki sáttir við að mark var dæmt. Mynd/Anton Brink

Blaðið segir að leikstíll íslenska liðsins sé ótrúlega sveigjanlegur og það þurfi að hlaupa mikið, búa yfir mikilli tækni og smávegis heppni til að sigra liðið. Ekkert hafi bent til þess fyrstu 44 mínúturnar að Dönum tækist það og Íslendingar hafi átt betri marktækifæri en Danir í fyrri hálfleik. Sjálfsmark hafi þó breytt þessu á síðustu mínútu hálfleiksins en ekki hafi verið að sjá að boltinn hafi farið yfir marklínuna en það hafi þó verið mat dómarans að það hafi hann gert og því hafi mark verið dæmt.

Almennt eru dönsku fjölmiðlarnir sammála um að sigur Dana hafi verið sanngjarn og að fyrsta markið hefði ekki átt að standa, boltinn hafi einfaldlega ekki farið yfir marklínuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG
433Sport
Í gær

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil