fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Sport

Árekstur á ógnarhraða í Ástralíu

Formúlu 1 kappakstur var stöðvaður um stundarsakir í nótt – Alonso fór tvær veltur og lenti á vegg

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. mars 2016 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso slapp hreint ótrúlega vel eftir slys sem varð í Formúlu 1 kappakstri í Ástralíu í nótt.

Á 17 hring, eða þegar um einn þriðji var búinn af kappakstrinum, ók Alonson á eftir keppinaut sínum, Esteban Gutierrez. Þegar Alonso ætlaði að taka fram úr Gutierrez keyrði Alonson aftan á bifreið Gutierrez með þeim afleiðingum að hann lenti utan brautar. McLaren-bifreið Alonso valt tvisvar áður en hún stöðvaðist á hvolfi upp við vegg.

Kappaksturinn var stöðvaður vegna slyssins. Útlitið var hreint ekki bjart og óttuðust margir um Alonso. Spánverjinn reynist þó ómeiddur og gekk sjálfur í burtu frá slysstað. Hann staðfesti svo á Twitter síðar að læknar hefðu skoðað hann og staðfest að hann væri algjörlega ómeiddur.

„Ég er ánægður og heppinn að vera hérna. Þetta var ansi ógnvekjandi árekstur,“ sagði Alonso við fjölmiðla eftir kappaksturinn.

Það var svo Nico Rosberg á Mercedes sem sigraði kappaksturinn. Þetta er fjórði sigur Rosberg í röð. Næstur á eftir Rosberg kom Lewis Hamilton og í þriðja sæti var Sebastian Vettel.

Hér má sjá myndband af slysinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona