Pallurinn í Ölfusá var kominn með 130 laxa og töluvert af sjóbirtingi þegar staðan var skoðuð ofan í kjölinn í gærkveldi.
,,Veiðin hefur verið frekar róleg síðustu daga og kannski ekki mikið stunduð,“ sagði okkar maður á staðnum. Sjóbirtingurinn hefur eitthvað verið að gefa á svæðinu og veiðimenn sem voru ofar í Soginu fengu nokkra laxa um daginn og tvær bleikur.
Mynd. Rúnar Ásgeirsson með lax úr Ölfusá fyrr í sumar á Pallinum.