
Lík af pari, 43 ára konu og 35 ára karlmanni, fundust í íbúð í Las Palmas á Gran Canaria á þriðjudag. Canarian Weekly greinir frá.
Heimildarmaður innan lögreglunnar hefur upplýst að líkin hafi borið merki um átök og ofbeldi. Fólkið er upprunnið frá Filippseyjum.
Tildrög málsins eru óljós en fyrir liggur að konan hafði áður tilkynnt um ofbeldi mannsins í sinn garð. Það mál var hins vegar látið niður falla.
Opinberlega hafa lögregluyfirvöld gefið út að líkin hafi fundist í tiltekinni íbúð en ekki gefið út frekari upplýsingar.