fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík er í 8. sæti yfir öruggustu borgir Evrópu samkvæmt greiningu ferðaskrifstofunnar Riviera Travel. Rannsóknin skoðaði núverandi glæpatíðni og aukningu glæpatíðni síðustu fimm ára. Heildaröryggiseinkunn var síðan gerð sem sýnir hversu öruggur hver staður er.

Króatíska borgin Dubrovnik er efst á listanum með heildaröryggiseinkunn upp á 44,14.

Fyrir utan að vera öruggur staður til að heimsækja, laðar borgin til sín fjölda ferðamanna með miðalda byggingarlist sinni og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er þekkt sem Perla Adríahafsins. Dubrovnik fékk 8,76 í einkunn frá Numbeo fyrir glæpastig, sem bendir til þess að það sé mjög lágt og 35,38 fyrir glæpaaukningu síðustu fimm ár, einnig lágt.

Dubrovnik

Tallinn, höfuðborg Eistlands, er í öðru sæti með heildareinkunn upp á 55,81 í öryggismálum.

Líkt og Dubrovnik er Tallinn einnig á heimsminjaskrá UNESCO og miðaldaborg.

Í þriðja sæti er höfuðborg Póllands, Varsjá, með einkunnina 60,19. Borgin hefur séð „miðlungs“ glæpaaukningu síðustu fimm ár en hefur mjög lágt glæpastig.

Prag höfuðborg Tékklands lenti í fjórða sæti og fékk 60,88, með „miðlungs“ einkunn fyrir glæpaaukningu síðustu fimm ár og heildareinkunn mjög lágt glæpastig. Í fimmta sæti fékk Kraká 64,31 stig og samkvæmt Riviera Travel er glæpatíðnin lág upp á 20,7 og glæpatíðnin hefur aukist „miðlungs“ á síðustu fimm árum upp á 43,61. Kraká státar af stærsta miðalda markaðstorgi Evrópu og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.

Rynek Główny torgið í Krakow

Amsterdam í Hollandi er í sjötta sæti með einkunnina 71,09, á eftir kom þýska borgin München með 73,74. Zürich í Sviss lenti í níunda sæti og á eftir kom ungverska höfuðborgin Búdapest í tíunda sæti.

Széchenyi Chain brúin yfir Dunabe ána í Budapest

Reykjavík er eins og áður sagði í áttunda sæti með einkunnina 76,08. Borgin er með lágt glæpastig, 18,23, en önnur þegar kemur að glæpaaukningu síðustu fimm ár, 57,85.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa