fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“

Pressan
Þriðjudaginn 13. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti ekki lengur að koma bandarískum fjölmiðlum á óvart að fá yfir sig skammir frá forsetanum, Donald Trump, en hann kann því verulega illa að fá spurningar sem hann vill ekki svara. Að þessu sinni urðaði hann yfir blaðamann ABC-fréttastofunnar, Rachel Scott, í gær en hún spurði hann út í 400 milljóna dala lúxusþotuna sem forsetinn er að fá að gjöf frá konungsfjölskyldunni í Katar.

Scott spurði forsetann hvort hann vildi bregðast við gagnrýni á gjöfina. Trump byrjaði á því að kalla Scott fulltrúa falsfrétta og að hún ætti hreinlega að skammast sín. Síðan fór hann að tala um gólf.

Trump er svo sem enginn aðdáandi ABC, eigandi miðilsins þurfti nýlega að borga Trump milljarða í bætur í meiðyrðamáli. Til að bæta gráu ofan á svart var ABS-fréttastofan fyrsti miðillinn til að fjalla um lúxusþotuna.

Scott hafði áður spurt Trump út í þotuna og þá fengið svar, eða eitthvað í þá áttina. Fyrst spurði hún hvað forsetanum þætti um þessa gjöf.

„Mér finnst þetta fallega gert. Ég gæti verið hálfviti og sagt að við viljum ekki ókeypis flugvél. Við gefum ókeypis hluti og við tökum við þeim líka. Það hjálpar okkur,“ sagði forsetinn. Næst spurði Scott hvort forsetinn hefði áhyggjur af því að fólk myndi líta á gjöfina sem mútur. Þá fauk í forsetann.

„Þú ert frá falsfréttamiðlinum ABC, ekki rétt? Leyfðu mér bara að segja þér það að þú ættir að skammast þín fyrir að hafa spurt þessarar spurningar. Þeir eru að gefa okkur ókeypis þotu. Ég gæti sagt: nei ekki gefa okkur hana, ég vil borga ykkur milljarð dala eða 400 milljónir eða hvað sem það væri. Eða ég gæti bara sagt takk kærlega.“

Trump sneri svo máli sínu um golfarann Sam Snead sem hafði mottó í lífi sínu um að golfarar ættu bara að almennt að þakka fyrir sig, þegar einhver gefur þeim pútt, ná svo bara í golfkúluna og ganga að næstu holu. Þarna vísar forsetinn til hefðar í golfheiminum. Ef golfkúlan endar svo nálægt holunni að það er líklega ómögulegt að klúðra púttinu þá gefa mótherjar leikmanninum höggið.

„Margir eru heimskir og segja: Nei, nei, ég krefst þess að pútta þetta. Og svo pútta þeir og hitta ekki og samherjar þeirra verða reiðir. Mundu þetta,“ sagði forsetinn. „Sam Snead. Þegar þeir gefa þér pútt þá gengurðu að næstu holu og segir: Takk kærlega fyrir.“

Scott lét þetta ekki stöðva sig og spurði hvort að forsetinn hefði áður fengið gjöf fyrir milljarða án þess að endurgjald þurfi að koma fyrir. „Þetta er ekki gjöf til mín heldur varnarmálaráðuneytisins. Þú ættir að vita betur. Þú hefur verið niðurlægð nægilega mikið. ABC er hörmung.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika
Pressan
Fyrir 2 dögum

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu