fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn hittust Emmanuel Macron forseti Frakklands, Keir Stamer forsætisráðherra Bretlands og Friedrich Merz kanslari Þýskalands. Fundurinn átti sér stað um borð í lest á leiðinni frá Póllandi til Úkraínu þar sem Evrópuleiðtogarnir ætluðu að funda með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta.

Þríeykið birti mynd af fundi sínum sem hefur vakið mikla athygli. Myndir sýna Macron brosa í átt að myndavélinni en svo virðist hann grípa eitthvað á borðinu fyrir framan sig og fela það undir hendi sinni. Rússneskir áróðurssmiðir voru fljótir að halda því fram að þarna hefði forsetinn verið að fela poka fullan af kókaíni.

„Það er poki af hvítu dufti á borðinu, Macron er fljótur að stinga því inn á sig. Merz felur skeiðina. Engin skýring var gefin á þessu,“ skrifaði einn á miðlinum X.

Stjórnvöld í Frakklandi voru fljót að svara fyrir málið og birtu fleiri myndir. Þar er augljóst að þarna var um munnþurrku úr pappír að ræða, en ekki fíkniefni.

„Þegar evrópsk samstaða verður óþægileg ganga misupplýsingar svo langt að mála einfalda munnþurrku upp sem fíkniefni,“ skrifaði embætti forsetans á X í gærkvöldi. „Þessum falsfréttum er dreift af óvinum Frakklands, bæði erlendis sem og innanlands. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart blekkingum,“ hélt embættið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þau voru kölluð Ken og Barbie: Morð, pyntingar og nauðganir

Þau voru kölluð Ken og Barbie: Morð, pyntingar og nauðganir
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Samþykkt af einræðisherra“ – Skúlptúr móðgar embætti forseta Bandaríkjanna

„Samþykkt af einræðisherra“ – Skúlptúr móðgar embætti forseta Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

59 ára amma var klóruð af flækingshundi – Lést á voveiflegan hátt fjórum mánuðum síðar

59 ára amma var klóruð af flækingshundi – Lést á voveiflegan hátt fjórum mánuðum síðar