fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Meiri útflutningur frá Kína en reiknað var með

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 06:30

Það er nóg af pökkum í þessari kínversku póstflokkunarstöð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingar höfðu reiknað með að útflutningur frá Kína myndi aukast um tvö prósent í apríl en óhætt er að segja að hann hafi aukist gott betur en það því aukningin nam átta prósentum.

Samkvæmt nýjum tölum frá kínverskum tollyfirvöldum jókst útflutningurinn frá landinu um 8,1% í apríl miðað við apríl á síðasta ári. Þetta vekur töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að útflutningurinn dróst mjög mikið saman eftir að Donald Trump lagði háa tolla á kínverskar vörur.

Reuters segir að útflutningurinn hafi aukist mun meira en bæði Reuters og Bloomberg reiknuðu með en báðir miðlar reiknuðu með 2% aukningu.

Útflutningurinn dróst þó saman miðað við mars en þá jókst hann um 12,4% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Ástæðan er að útflytjendur hömuðust við að koma vörum sínum úr landi áður en tollar Trump tóku gildi.

Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 17,6% í apríl miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þau voru kölluð Ken og Barbie: Morð, pyntingar og nauðganir

Þau voru kölluð Ken og Barbie: Morð, pyntingar og nauðganir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona geturðu gert kynlífið betra

Svona geturðu gert kynlífið betra
Pressan
Fyrir 3 dögum

59 ára amma var klóruð af flækingshundi – Lést á voveiflegan hátt fjórum mánuðum síðar

59 ára amma var klóruð af flækingshundi – Lést á voveiflegan hátt fjórum mánuðum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stofnandi Telegram segir að auðæfi hans muni renna til 106 barna hans

Stofnandi Telegram segir að auðæfi hans muni renna til 106 barna hans