fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Pressan

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega

Pressan
Þriðjudaginn 13. maí 2025 03:07

Jarrel Pryor og Honey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarrel Pryor, einstæður 26 ára bandarískur faðir, taldi sig eiga huggulegt kvöld í vændum þegar hann fór á stefnumót með 19 ára konu í janúar síðastliðnum. En hann vissi ekki að konan hafði annað í hyggju.

People skýrir frá þessu og segir að konan heiti Alexis Hawkins. Þau höfðu komist í samband við hvort annað á Instagram og eftir að hafa skrifast á, ákváðu þau að hittast í Indianapolis í Indiana.

Stefnumótið átti að fela í sér góðan mat og huggulegheit miðað við það sem kemur fram í skilaboðum sem þau sendu hvort öðru á Instagram. Lögreglan er með afrit af þessum skilaboðum.

Jarrel fór beint úr vinnu til að hitta Alexis. Áður hafði hann fengið ömmu sína til að gæta þriggja ára dóttur sinnar, Honey.

Hann sótti Alexis en hún hafði ekki tíma til að fara á veitingastað. Þess í stað komu þau við á McDonald‘s og síðan í áfengisverslun.

Á leiðinni sendi Alexis fjölda smáskilaboða til Brian Winston, sem er unnusti hennar. Þau voru að skipuleggja fyrirsát.

Tveimur klukkustundum eftir að Jarrel og Alexis hittust, fannst hann látinn, liggjandi í blóðpolli við bílinn sinn. Hann hafði verið skotinn mörgum skotum.

Lögreglan fann farsímann hans nærri líkinu. Í honum voru skilaboðin frá Alexis. Hún var handtekin 14 dögum síðar og færð til yfirheyrslu. Þar neitaði hún að vita nokkuð um morðið en þegar lögreglan sýndi henni skilaboðin, sem hún hafði sent Brian, bað hún um að fá að ræða við lögmann.

Alexis og Brian sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa myrt Jarrel.

Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að þau hafi ætlað að kúga fé út úr honum en þess í stað hafi þetta endað með morði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra
Pressan
Í gær

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna
Pressan
Í gær

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum
Geta konur ratað?