fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Manst þú eftir frægu sexburunum? – Fjölskyldan splundruð og ásakanir um ofbeldi

Fókus
Mánudaginn 12. maí 2025 14:30

Manst þú eftir þeim?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tíða réði Gosselin fjölskyldan ríkjum á sjónvarpsstöðinni TLC. Fjölskyldan samanstóð af foreldrunum Kate og Jon, tvíburastúlkunum Madelyn og Cara, og sexburunum Aaden, Alexis, Collin, Hönnuh, Joel og Leah.

Á laugardaginn síðastliðinn fögnuðu sexburarnir 21 árs afmæli og er gaman að sjá hvernig þau hafa þroskast og dafnað í gegnum árin.

Fjölskyldan kom fram í vinsælu raunveruleikaþáttunum „Jon and Kate Plus 8“. Þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og komu út ellefu þáttaraðir yfir tíu ára skeið á sjónvarpsstöðinni TLC. Árið 2009, eftir tvær þáttarðir, skildu Jon og Kate, en þættirnir héldu áfram undir nafninu: „Kate plus 8.“

Eins og fyrr segir var þetta ein frægasta fjölskylda Bandaríkjanna um tíma, þau voru út um allt og mættu reglulega í spjallþætti og á aðra viðburði. En í dag heldur stór hluti fjölskyldunnar sig utan sviðsljóssins. Kate, móðirin, er með um 439 þúsund fylgjendur á Instagram en er ekki mjög virk á miðlinum og birtir sjaldan myndir af börnunum, en hún gerir það á afmælisdaginn þeirra, sem er 10. maí.

Svona líta þau út í dag

Sexburarnir eru orðnir 21 árs og fögnuðu fjórir þeirra með móður sinni í gær. Þau Leah, Joel, Alexis og Aaden, sem búa hjá Kate.

Myndir/Instagram

Ásakanir um ofbeldi

Hannah og Collin búa hjá Jon. Collin síðan árið 2018 og Hannah frá árinu 2019. Fyrir ári síðan steig Collin fram og sakaði móður sína um ofbeldi og hún sakaði hann á móti um að vera andlega veikur og hættulegur.

@theussun EXCL: Collin Gosselin says mom ‘zip-tied him & locked him in basement’ #katepluseight ♬ original sound – The US Sun

@entertainmenttonightCollin Gosselin, former star of TLC’s ‘Jon & Kate Plus 8’, addresses being instutionalized and reveals that he hasn’t seen or spoken to his estranged siblings since 2016.

♬ original sound – Entertainment Tonight

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin