fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Þessar matvörur örva kynhvötina

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar þig til að fá smá innspýtingu í ástarlífið? Þá er gott að vita að mataræðið getur leikið stórt hlutverk þegar kemur að kynlífi. Sum matvæli eru þekkt fyrir að auka blóðflæðið, örva hormóna og ýta undir rómantískar tilfinningar.

Hér á eftir kemur listi yfir nokkrar matvörur sem örva kynhvötina.

Lárperur – Þær innihalda mikið af E-vítamíni sem eykur blóðflæðið og orku. Þess utan styðja holl fituefni við hormónaframleiðsluna sem er mikilvæg fyrir kynhvötina.

Dökkt súkkulaði – Það inniheldur fenýletýlamín sem eykur hamingju- og ástartilfinninguna. Það eykur líka serótínmagnið sem getur skilað sér í meiri afslöppun og betra skapi.

Ostrur – Þær eru þekktar sem mjög kynörvandi matur. Þær innihalda mikið af sinki sem eykur testósterónframleiðsluna og bætir gæði sæðisins.

Chili – Chili kemur blóðinu á hreyfingu og losar um endorfín sem geta ýtt undir ástarhvötina.

Jarðarber – Þau innihalda mikið C-vítamín sem getur bætt blóðflæðið. Útlit þeirra gerir þau einnig að mjög svo rómantískum mat.

Vatnsmelónur – Þær innihalda sítrullín, sem er amínósýra, sem getur hjálpað æðunum að slaka á og bætt blóðflæðið. Svipað og náttúrulegt Viagra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri