fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Pressan

Tekinn af lífi í gærkvöldi

Pressan
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku hinn 37 ára gamla Steven Lawayne Nelson af lífi í gærkvöldi. Steven var dæmdur til dauða fyrir morð sem hann framdi árið 2011.

Í frétt AP kemur fram að Steven hafi myrt hinn 28 ára gamla Clint Dobson sem var prestur í NorthPointe-baptistakirkjunni í Arlington. Réðst Steven á hann með ofbeldi í kirkjunni og kæfði hann með því að setja plastpoka yfir höfuð hans. Ritari í kirkjunni, hin 67 ára gamla Judy Elliott, var einnig lamin illa en komst lífs af.

Æska Stevens litaðist af mikilli vanrækslu og komst hann fyrst í kast við lögin þegar hann var aðeins sex ára gamall, meðal annars fyrir þjófnað og skemmdarverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir í sárum eftir að 26 ára syni hennar var veitt dánaraðstoð

Móðir í sárum eftir að 26 ára syni hennar var veitt dánaraðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískum TikTok-notendum brugðið yfir uppfærðum skilmálum vegna eigendaskiptanna

Bandarískum TikTok-notendum brugðið yfir uppfærðum skilmálum vegna eigendaskiptanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni

Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“