fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 14:39

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundgestur sem var gripinn við sjálfsfróun á sundstað var ákærður fyrir blygðunarsemisbrot í Bolton í Bretlandi. Maðurinn, Xin Zhang, stóð í gufubaðinu, með sundbuxurnar á hælunum, reistan liminn í hendinni og starði í gegnum glugga á konu sem var í sundi. Þetta átti sér stað í sundlaug við Salford-háskóla.

Starfsmenn sundlaugarinnar höfðu afskipti af manninum og tilkynntu honum að hann væri nú kominn í bann frá sundlauginni og auk þess var hringt í lögreglu. Nú svarar Zhang til saka fyrir dómi.

Hann neitar þó sök og segir málið eiga sér eðlilega skýringu. Honum hafi verið kalt svo hann hafi ákveðið að hita „kjúllann“. Vissulega hafi limur hans verið í fullri reisn en það megi rekja til þess að nuddstillingin var á í sundlauginni sem hafi sett þrýsting á afturenda hans með fyrrnefndum afleiðingum. Hann gekkst þó við því að hafa misboðið fólki með athæfinu.

Starfsmaður gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti því að hafa vikið sér að Zhang og spurt hann hvað hann væri að gera. Zhang svaraði „kjúllinn minn“ og gerði svo óskiljanlega hreyfingu með höndunum. Starfsmaðurinn túlkaði það svo að maðurinn hefði verið að hagræða félaganum. Zhang lýsti því við lögreglu að hann kalli lim sinn kjúlla.

„Ég var bara að hagræða innra lagi sundskýlunnar því ég er með exem og þarf að vera í útvíðum buxum.“

Hann sagði dómara að hann hafi verið að reyna að hlýja sér á getnaðarlimnum þar sem honum var kalt, en neitar því að um sjálfsfróun hafi verið að ræða. Hann gekkst þó við því að það gæti hafa litið þannig út.

Konan sem stóð hann að verki sagði: „Hann stóð upp, hann horfði á mig, gyrti niður sig að hnjám, greip liminn sinn og ég sá að hendur hans gengu fram og til baka. Ég hugsaði: Guð minn góður. Ég veit ekki hvort þessu var beint að mér. Ég veit ekki hvort það var þannig eða ekki. Ég skil bara ekki hvers vegna hann hefði annars gert eitthvað svona. Ef hann gæti komið með einhverja skýringu með viti.“

Verjandi Zhang segir skjólstæðing sinn gangast við því að framkoma hans þennan dag sé óásættanleg en hann neiti því þó að um lostugt athæfi hafi verið að ræða. Hann hafi aðeins verið að verma kynfærin sín. Ekkert annað.

Ákæruvaldið benti þó á að skýringar Zhang á atvikinu væru mjög á reiki og hann ekki samkvæmur sjálfum sér. Því sé ljóst að um lostugt athæfi var að ræða.

Zhang gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi.

Mirror greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro