

Dóttir Anitu, fréttakonan fyrrverandi Angelynn Mock, var handtekinn þegar lögregla kom á vettvang og er hún grunuð um að hafa ráðið móður sinni bana.
New York Post greinir frá málinu og segir að nágrannar hafi vart vitað hvaðan á þá stóð veðrið þegar Angelynn bankaði upp á og bað um að fá að hringja á neyðarlínuna.
Alyssa Castro kom til dyra og segir hún að Angelynn hafi verið öll í blóði. Alyssa rétti henni símann og hringdi Angelynn eftir aðstoð þar sem hún sagðist hafa „stungið móður sína til að bjarga sjálfri sér.“
Þegar lögreglumenn komu á vettvang beið Angelynn fyrir utan húsið og var hún skorin á höndunum. Áttræð móðir hennar fannst lífshættulega slösuð í rúmi sínu og var hún úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Angelynn var handtekinn og hefur hún verið ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu.
Avers starfaði á árum áður sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi.
Angelynn var nokkuð þekkt andlit á árum áður en hún var fréttalesari í morgunþætti á KTVI Fox-sjónvarpsstöðinni á árunum 2011 til 2015. Þá las hún oft kvöldfréttir á þessari sömu stöð.