fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Dick Cheney er látinn

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 11:50

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dick Cheney er látinn, 84 ára að aldri. Cheney þykir einn áhrifamesti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna og er talinn arkitekt hryðjuverkastríðsins í Írak. Hann var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001-2009 en auk þess var hann mikill áhrifamaður innan raða íhaldsmanna áratugum saman. Hann veigraði sér þó ekki við það síðustu ár að gagnrýna núverandi forseta, Donald Trump. Cheney kallaði Trump meðal annars heigul og mestu ógn við lýðræðið fyrr og síðar.

Hann kaus því demókrata í síðustu forsetakosningunum og tilkynnti samhliða að popúlisminn hefði tekið yfir Repúblikanaflokkinn.

Cheney hafði glímt við hjartasjúkdóm lengi og gekkst meðal annars undir hjartaígræðslu árið 2012. Hann var aðeins 37 ára gamall þegar hann fékk sitt fyrsta hjartaáfall þegar hann var að bjóða sig fram til þings. Fjórða hjartaáfallið fékk hann aðeins nokkrum dögum eftir að atkvæði voru endurtalin í Flórída í forsetakosningunum árið 2000, en endurtalningin leiddi til þess að Bush varð forseti og Chaney varaforseti.

Fjölskylda Cheney greinir frá andlátinu í tilkynningu þar sem segir að hann hafi látið lífið í gær í faðmi fjölskyldunnar. Dánarmein hans voru fylgikvillar lungabólgu og hjartasjúkdóms. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Lynne, tvær dætur og sjö barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn