fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Sakar FBI um að leyna sannleikanum um manninn sem reyndi að ráða Trump af dögum – „Þetta var ótrúlegur viðsnúningur“

Pressan
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Tucker Carlson vill vita hverju alríkislögreglan (FBI) er að leyna varðandi banatilræðið gegn Trump síðasta sumar.

Ungur maður að nafni Thomas Matthew Crooks reyndi að ráða forsetann, sem þá var á fullu í kosningabaráttu, af dögum þann 14. júlí 2024 á kosningafundi í Pennsylvaniu. Trump særðist á eyra í árásinni og mátti litlu muna að dagar hans væru taldir. Einn gestur á samkomunni var ekki jafn heppinn og lét lífið við að skýla fjölskyldu sinni.

Crooks var skotinn til bana á vettvangi, en síðan þá hefur Trump og ríkisstjórnin lítið tjáð sig um hvað vakti fyrir þessum unga manni.

Tucker Carlson segir þetta vægast sagt furðulegt.

„Thomas Crooks var hársbreidd frá því að rústa þessari þjóð en samt sem áður vitum við, einu og hálfu ári síðar, nánast ekkert um hann eða hvers vegna hann gerði þetta. Það er vegna þess að FBI, jafnvel núverandi FBI, vill fyrir einhverja ástæðu ekki að við vitum nokkuð,“ sagði Carlson í hlaðvarpi sínu.

Hann sakar dómsmálaráðuneytið og FBI um að fela fyrir almenningi upplýsingar um skotmanninn. Til dæmis hafi samfélagsmiðlar hans verið þurrkaðir út af netinu með methraða.

Fjölmiðlamaðurinn bætti svo við að hann hafi fengið sannreynt afrit af samfélagsmiðlum og stafrænu fótspori Crooks. Frá þessum upplýsingum sé ekki hægt að álykta að banatilræðið hafi verið ófyrirséð og að Crooks hafi verið alfarið einn að verki.

Carlson segir að Crooks hafi birt fjölda færslna á netinu þar sem hann kallaði eftir ofbeldi og morðum þekktra Demókrata. Hann hafi eins verið mikill hægrimaður. Hann var stuðningsmaður Trump og vildi sjá forsetann sem einvald. Eins vildi hann að Trump myndi lækka rostann í latneskum innflytjendum.

Crooks hafi þó snúist gegn Trump árið 2020 í faraldri COVID.

„Þetta var ótrúlegur viðsnúningur,“ sagði Carlson og rakti hvernig Crooks hafi byrjað að kalla eftir ofbeldi gegn þekktum áhrifavöldum á hægri væng stjórnmálanna, þar með talið gegn Carlson sjálfum.

„Svo þarna erum við með óstöðugan, erfiðan og hugsanlega andlega veikan unga mann sem lengi hafði opinberlega hvatt til ofbeldis. FBI vissi klárlega af honum.“

Fjölmiðlamaðurinn sakar FBI um að hafa handvalið færslur frá Crooks til að ljúga um skoðanir hans og hugarfar. Með þessu séu stjórnvöld að koma í veg fyrir að hægt sé að rýna atvikið.

„Hvers vegna gaf FBI það til kynna að Crooks væri með nánast ekkert stafrænt fótspor, fyrir það fyrsta, þegar þeir voru með gífurlegt magn af gögnum, hundruð athugasemda?“

Carlson segir að ef FBI hafi ekkert að fela í þessu máli þá ætti að vera leikur einn að staðfesta það fyrir þingi.

Independent greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik