fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 06:00

Angelynn Mock er grunuð um að hafa myrt móður sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Wichita í Kansas rannsakar nú hvað átti sér stað á hrekkjavökunni síðastliðinn föstudag þegar hin áttræða Anita Avers fannst látin í rúminu á heimili sínu.

Dóttir Anitu, fréttakonan fyrrverandi Angelynn Mock, var handtekinn þegar lögregla kom á vettvang og er hún grunuð um að hafa ráðið móður sinni bana.

New York Post greinir frá málinu og segir að nágrannar hafi vart vitað hvaðan á þá stóð veðrið þegar Angelynn bankaði upp á og bað um að fá að hringja á neyðarlínuna.

Alyssa Castro kom til dyra og segir hún að Angelynn hafi verið öll í blóði. Alyssa rétti henni símann og hringdi Angelynn eftir aðstoð þar sem hún sagðist hafa „stungið móður sína til að bjarga sjálfri sér.“

Þegar lögreglumenn komu á vettvang beið Angelynn fyrir utan húsið og var hún skorin á höndunum. Áttræð móðir hennar fannst lífshættulega slösuð í rúmi sínu og var hún úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Angelynn var handtekinn og hefur hún verið ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu.

Avers starfaði á árum áður sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi.

Angelynn var nokkuð þekkt andlit á árum áður en hún var fréttalesari í morgunþætti á KTVI Fox-sjónvarpsstöðinni á árunum 2011 til 2015. Þá las hún oft kvöldfréttir á þessari sömu stöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn