Brúðkaup eru dásamlegar afhafnir þar sem brúðhjón játa ást sína frammi vinum, vandamönnum og guði. Athöfnin og veislan eru þeim sem viðstödd eru eftirminnileg stund, og enn eftirminnilegri ef eitthvað óvænt gerist.
Nýlega gengu hin skosku Kirstie og David Foster í hjónaband. Athöfnin fór fram við
bakka Loch Lomond, í haust náttúrufegurð.
Andrew D. Scott, vinsæll skoskur athafnastjóri, sá um að gefa brúðhjónin og var hann rétt byrjaður á ræðu sinni þegar vindgustur feykti brúðarslörinu yfir hann.
Scott missti ekki úr takt og ekki heldur þegar brúðurinn sagði: „Mér fannst það fara þér betur“.
Scott hélt áfram með slörið yfir sér, en endaði með að beygja sig niður, enn með ræðuna á vörum, á meðan brúðurinn svipti slörinu af honum.
Rúmlega 200 þúsund áhorf eru á þetta skemmtilega myndband.
@pieceoftimeweddingfilms 🤣 Love is in the air! A breezy day on the bonnie banks saw Kirstie’s veil sweep over @andrewdscottcelebrant in full flow. Ever the pro the only option was to…carry on! An awesome but tad windy day at @boturichcastle You can’t beat that backdrop! #windywedding #veilfail #scottishwedding@Andrew D Scott Celebrant ♬ original sound – Piece Of Time Wedding Films