fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Pressan
Þriðjudaginn 21. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Saskatchewan í Kanada er rekin áhugaverð matvöruverslun, en þar geta viðskiptavinir verslað í matinn án þess að greiða fyrir.

Matvöruverslunin, sem opnaði fyrir rúmu ári og er fyrsta ókeypis matvöruverslun Kanada,  er matarbanki (e. Food Bank) sem styður einstaklinga í öllum stéttum samfélagsins sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda.

Í stað þess að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma og fá afhentan matarpoka, eins og til dæmis hefur verið gert hérlendis hjá Fjölskylduhjálp og víðar þá geta viðskiptavinir kanadísku verslunarinnar verslað fyrir 200 dali (um 17 þúsund krónur) á tveggja vikna fresti. 

Matarmiðstöðin eða verslunin er með birgðir eins og hver önnur gömul matvöruverslun, og ólíkt svipuðum verkefnum sem starfa í kirkjum eða samfélagsmiðstöðvum, inniheldur hún ávaxta- og grænmetisdeild, ísskápa frá gólfi upp í loft og er opin alla daga vikunnar.

Viðskiptavinir geta þó ekki gengið daglega út og inn, heldur fá úthlutuðum tíma tvisvar í mánuði, þar sem þeir mæta, taka sér innkaupakerru og fá afhentan innkaupalista“ þar sem kemur fram hvaða matvara er til í búðinni. 

Matarbankinn í Regina telur að það að leyfa fólki, sem treystir á framfærslu matarbankans, að fylla körfu rétt eins og í venjulegri matvöruverslun gefi þeim til baka sjálfræði og geti í raun hjálpað til við að fæða fleiri með því að draga úr sóun.

„Þú sérð ekki ölmusu heldur hjálparhönd,“ sagði framkvæmdastjórinn John Bailey við opnun.

„Þetta er meira valdeflandi og minna stofnanabundið. Að koma hingað og velja hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki er mjög mikilvægt.“ Gert er ráð fyrir að verslunin fæði um 7.000 manns á mánuði, þar af er næstum helmingur börn.

„Við viljum tryggja að við séum að koma mat í hendur barna því við teljum að það sé mjög góð leið til að brjóta vítahringinn,“ sagði Bailey.

Meðfram göngum verslunarinnar eru niðursoðnar vörur og þurrvörur, brauð, álegg, ferskar afurðir, kjöt- og mjólkurvörur.

Fólk er almennt að fara heim með mat sem dugar þeim til nokkurra daga.

Bailey segir að ef búið er að fullbóka einhvern dag fái viðskiptavinir næsta degi úthlutað og þeim gefinn kostur á að fá máltíð eða aðra aðstoð.

Fylgst er með hvaða vörur eru vinsælar, með því er hægt að leggja áherslu á að kaupa og bjóða upp á þær, frekar en aðrar sem ekki ganga út.

„Við fylgjumst með hvað fer inn og hvað fer út og við getum aðlagað okkur að þörfum og óskum samfélagsins,“ sagði Bailey.

Árið 2023 þjónaði matarbanki Regina meira en 65.000 heimilum, sem er 17 prósenta aukning frá fyrra ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa