Um klukkan 3:15 að staðartíma fimmtudaginn 2. október svaf Dinesh Kumar við hlið eiginkonu sinnar, Sadhnu, og dóttur þeirra heima hjá sér í Madangir-hverfinu í Delhi í Indlandi þegar hann vaknaði skyndilega við verki í andliti og búk, að sögn staðarmiðla.
Kumar, sem 28 ára og starfsmaður lyfjafyrirtækis, fullyrðir að hann hafi séð Sadhnu standa yfir sér með ílát af heitri olíu og hóta: „Ef þú öskrar, þá helli ég meiri olíu yfir þig.“
„Áður en ég gat staðið upp eða kallað eftir hjálp, stráði hún rauðu chilidufti á brunasárin mín,“ sagði Kumar við lögregluna. Nágrannar heyrðu öskur Kumars, sem börðu á útidyr hjónanna og buðu fram hjálp. Það var ekki fyrr en leigusali hjónanna hringdi í mág sinn, Ram Sagar, að Kumar var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann er nú að jafna sig af meiðslum sínum.
„Á þeim degi sem atvikið átti sér stað heyrðum við Dinesh öskra,“ sagði dóttir leigusalans. „Þegar við fórum upp var kona hans ekki að opna dyrnar og hann var illa brunninn. Hann hélt áfram að segja að konan hans hefði hellt heitri olíu og chilidufti yfir hann. Þau fluttu inn í húsið okkar fyrir um sjö mánuðum.“
Lögreglan sagði við fjölmiðla að meiðsli Kumars væru sögð alvarleg í læknaskýrslunni.
Yfirvöld fengu tilkynningu um atvikið, en Sadhna hefur ekki verið handtekin að svo stöddu þar sem rannsóknin er á frumstigi.
Hjónin eru sögð hafa átt í vandræðum í átta ára hjónabandi sínu og hafði lögregla áður veið kölluð til þegar rifrildi fóru úr böndunum. Í staðarmiðlum er fullyrt að hjónin hafi rifist áður en þau fóru að sofa daginn sem meint árás átti sér stað. Kumar sagði lögreglunni að hann hefði borðað eftir að hafa komið heim úr vinnunni og síðan farið að sofa.
„Rannsókn okkar leiddi í ljós að konan hafði áður lagt fram kæru gegn eiginmanni sínum hjá kvennadeildinni fyrir tveimur árum. Málið var leyst en hún lagði fram aðra kæru fyrir nokkrum vikum,“ sagði lögreglumaður við Hindustan Times.