Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Kristi Noem, var stödd í Portland á þriðjudaginn. Ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Portland standi ljósum logum út af öfgavinstrimönnum á vegum Antifa-hreyfingarinnar sem Trump hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Um er að ræða hreyfingu sem berst gegn fasisma en ekki er um skipulagðan félagsskap að ræða heldur hugmyndafræði.
Noem lét mynda sig á þaki húsnæðis útlendingastofnunar í Portland. Með henni í för var íhaldssami áhrifavaldurinn Benny Johnson sem birti mynd af ráðherranum og skrifaði að ráðherrann væri að stara ögrandi á her Antifa, óhrædd. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hrósuðu ráðherranum fyrir hugrekkið, að standa þarna undir berum himni óhrædd andspænis óvininum – Antifa.
Fyrir neðan bygginguna var fámennur hópur fólks, en enginn her. Þetta voru fyrst og fremst blaðaljósmyndarar auk nokkurra mótmælenda sem héldu á skiltum. Einn mótmælendanna klæddist hænubúningi.
Kristi Noem confronts enemy combatants in the Portland war zone today. pic.twitter.com/z5DNOurvIL
— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) October 7, 2025
Netverjar hafa nú haft ráðherrann að háði og spotti og þótti þeim ekki tilefni fyrir digurbarkalega stríðsyfirlýsingu og hetjumyndatöku að stara á ljósmyndara og einn háværan hænuunga.
„Þetta er ekkert stríðssvæði heldur fámenn mótmæli,“ skrifar einn netverji.
„Gvvuð minn góður. Hún er að ögra manni í hænubúning OG tylft mótmælenda. Þvílíkt hugrekki!!! Gefið henni smáköku.“
„Ömmurassinn Kristi Noem lætur leyniskyttur hersins beina vopnum sínum að 12 blaðamönnum og hvítum gaur í hænubúning. Þetta er heimskulegasti „bardaginn“ í sögu Bandaríkjanna.“
Mótmælendur í Portland stunda það nú að klæða sig upp í kjánalega búninga og dansa fyrir framan húsnæði útlendingastofnunar. Myndbönd af mótmælunum hafa vakið mikla lukku meðal andstæðinga Trump sem benda á að það fari ekki saman hljóð og mynd hjá ríkisstjórninni. Portland sé ekki stríðshrjáð, þar fari vissulega fram mótmæli en þau séu engan veginn slík að það kalli á viðbrögð frá hernum.
Portland is war ravaged!
SEND IN THE CALIFORNIA (???) NATIONAL GUARD! pic.twitter.com/o7UoC44M21
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) October 8, 2025
Footage of the anarchy taking place in the war torn Portland pic.twitter.com/VIXIsSdCvN
— MAGA Cult Slayer🦅🇺🇸 (@MAGACult2) October 5, 2025
This is an accomplished Violinist outside of the Portland ICE facility! Wow it looks like a war zone right! 👇👇👇🎤🎤 pic.twitter.com/zWjEGuFOcE
— Suzie rizzio (@Suzierizzo1) October 7, 2025
Oh yeah total “war zone” in Portland right now with the dancing bears, raccoons, dinosaurs, and unicorns. 🦖🦄🧸🤣 pic.twitter.com/XGFgQrU48O
— Mudpuppy on 𝕏chan (@mudpuppy_16) October 8, 2025
Let’s check in on the war zone in Portland. pic.twitter.com/YJxUC5C6AC
— Hoodlum 🇺🇸 (@NotHoodlum) October 8, 2025
Trump: “Buildings are burning… it’s like a war zone in Portland!”.😂 pic.twitter.com/jz94lCJkJy
— Hey, Dave! (@davegreenidge57) October 6, 2025
THIS is what they’re telling us is war torn Portland. With terror cells as dangerous as Isis…we live in a very unserious country.
pic.twitter.com/1bBEjeAcTV— Brittany (@starbright312) October 9, 2025