fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Pressan

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Pressan
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Kristi Noem, var stödd í Portland á þriðjudaginn. Ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Portland standi ljósum logum út af öfgavinstrimönnum á vegum Antifa-hreyfingarinnar sem Trump hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Um er að ræða hreyfingu sem berst gegn fasisma en ekki er um skipulagðan félagsskap að ræða heldur hugmyndafræði.

Noem lét mynda sig á þaki húsnæðis útlendingastofnunar í Portland. Með henni í för var íhaldssami áhrifavaldurinn Benny Johnson sem birti mynd af ráðherranum og skrifaði að ráðherrann væri að stara ögrandi á her Antifa, óhrædd. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hrósuðu ráðherranum fyrir hugrekkið, að standa þarna undir berum himni óhrædd andspænis óvininum – Antifa.

Fyrir neðan bygginguna var fámennur hópur fólks, en enginn her. Þetta voru fyrst og fremst blaðaljósmyndarar auk nokkurra mótmælenda sem héldu á skiltum. Einn mótmælendanna klæddist hænubúningi.

Netverjar hafa nú haft ráðherrann að háði og spotti og þótti þeim ekki tilefni fyrir digurbarkalega stríðsyfirlýsingu og hetjumyndatöku að stara á ljósmyndara og einn háværan hænuunga.

„Þetta er ekkert stríðssvæði heldur fámenn mótmæli,“ skrifar einn netverji.

„Gvvuð minn góður. Hún er að ögra manni í hænubúning OG tylft mótmælenda. Þvílíkt hugrekki!!! Gefið henni smáköku.“

„Ömmurassinn Kristi Noem lætur leyniskyttur hersins beina vopnum sínum að 12 blaðamönnum og hvítum gaur í hænubúning. Þetta er heimskulegasti „bardaginn“ í sögu Bandaríkjanna.“

Mótmælendur í Portland stunda það nú að klæða sig upp í kjánalega búninga og dansa fyrir framan húsnæði útlendingastofnunar. Myndbönd af mótmælunum hafa vakið mikla lukku meðal andstæðinga Trump sem benda á að það fari ekki saman hljóð og mynd hjá ríkisstjórninni. Portland sé ekki stríðshrjáð, þar fari vissulega fram mótmæli en þau séu engan veginn slík að það kalli á viðbrögð frá hernum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki – „Ég fékk mjög slæma hugmynd”

Áhrifavaldur dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki – „Ég fékk mjög slæma hugmynd”
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir á Everest

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir á Everest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári