fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville, Bandaríkjunum, í gær. Gerandinn var 17 ára drengur sem var nemandi við skólann. Skotmaðurinn, Solomon Henderson, banaði samnemanda sínum og særði annan áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér og svipti sig lífi.

Hin látna var 16 ára stúlka, Josselin Corea Escalenti. Henderson vék sér að henni í mötuneyti skólans og skaut hana eftir orðaskipti. Annar nemandi, 17 ára drengur, særðist lítillega í árásinni en hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Einn nemandi til viðbótar þurfti að leita læknisaðstoðar eftir að hafa fallið til jarðar í öngþveitinu sem myndaðist þegar skothríðin hófst.

Að sögn lögreglu liggur enn ekki fyrir hvers vegna Henderson mætti vopnaður í skólann en miðað við gögn sem hafa fundist um netnotkun var drengurinn öfgahægrimaður og var virkur á vefsvæðum nýnasista. Hafði Henderson meðal annars lýst yfir aðdáun sinni á öfgahægrinu og fjöldamorðingjum sem skilgreina sig sem incel, eða kynsvelta karlmenn.

Henderson hélt því fram að annar skotmaður, hin unga Samantha Rupnow sem framdi skotárás í skólanum sínum í Wisconsins í desember, hefði fylgt honum á samfélagsmiðlum. Rupnow var sömuleiðis aðdáandi nýnasista.

Rupnow, sem var 15 ára, banaði tveimur samnemendum sínum, særði sex aðra nemendur og beindi svo vopninu að sjálfri sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“