fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Skotinn eftir deilur um kjúklingabein

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 04:15

Kjúklingur var tilefni skotárásar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í hernum og það var aldrei skotið á mig en svo er skotið á mig við Safeway vegna kjúklings,“ sagði Jesse Grant eftir að kona skaut hann vegna deilna um kjúkling

The Independent skýrir frá þessu og segir að Grant, sem er þriggja barna faðir, hafi rétt verið búin að snæða kjúkling í bílnum sínum, sem var lagt á bílastæði við kjúklingastað í Seattle, þegar hann var skotinn í mjöðmina. Konan sakaði hann um að hafa hent kjúklingabeinum í bíl hennar.

Lögreglan segir að enn hafi ekki tekist að bera kennsl á konuna, sem skaut Grant, en hún flúði af vettvangi af vettvangi ásamt annarri konu.

„Ef hún er tilbúin til að skjóta einhvern út af kjúklingi, þá er hún tilbúin til að skjóta einhvern út af öðru,“ sagði Grant í samtali við Fox 13.

Grant viðurkenndi að hafa hent kjúklingabeinunum út úr bílnum til að sóða bílinn ekki út. Konan hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn þeirra og taldi greinilega að hann hefði hent beinunum í bíl hennar.

Hún reyndi fyrst að stinga gat á dekkin á bíl Grant. Hann tók hana höfuðtaki og reyndi að koma henni í stellingu sem hindraði hana í að gera eitthvað og sagðist ætla að framkvæma borgaralega handtöku. Þetta sést á upptöku úr eftirlitsmyndavélum. Síðan sést konan draga skammbyssu upp úr buxnastreng sínum og miða á höfuð á höfuð Grant. Hún sagði hann þá hafa hent kjúklingi í bíl hennar og beindi byssunni aftur að honum og skaut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“