fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Pressan
Laugardaginn 1. mars 2025 14:30

Það er enginn smá munur. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein deildi frábæru ráði í Facebookhópnum „Moms Who Clean“ um hvernig er hægt að þrífa ofnskúffur og grindur á einfaldan og þægilegan hátt. Margir þeirra sem hafa lesið þetta ráð hennar eiga varla orð yfir hversu einföld og þægileg þessi aðferð er.

Ofnskúffur og grindur eiga það til að verða skítugar, mjög skítugar. Það er síðan ekki auðvelt né skemmtilegt að þrífa þær en með þessari aðferð verða skúffurnar og grindurnar hreinar á örskotsstund að sögn konunnar ráðagóðu.

Það sem þarf er álpappír og tvær uppþvottavélatöflur.

Svona er gengið frá þessu. Mynd:Facebook

Skúffum og grindum er pakkað inn í álpappír. Því næst eru þær settar í mjög heitt vatn, jafnvel sjóðandi, í vaski eða bala. Síðan eru töflurnar settar ofan á og síðan er bara að bíða í eina klukkustund. Þá er álpappírinn tekinn utan af og þá á að sögn konunnar að vera hægt að þurrka skítinn auðveldlega af með tusku.

 

Það er efnafræðilegt samspil taflnanna og álpappírsins sem gerir að verkum að skítur og drulla á skúffunum og grindunum leysist upp. Síðan er auðvelt að þurrka þær með tusku.

Það er enginn smá munur. Mynd:Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“