fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 17:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt að óttast í þessu lífi og eitt af því er að veikjast af krabbameini. Það er skelfilegt og leggur marga að velli ár hvert.

Sem betur fer lifa margir krabbamein af en því miður endar það ekki alltaf þannig.

Það er kostur að krabbameinið uppgötvist snemma því það eykur líkurnar á að meðferðin við því beri árangur.

Af þessum sökum er mjög mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum sem geta bent til að um krabbamein sé að ræða. Mörg einkenni krabbameins eru vel þekkt en það eru einnig til mun minna þekkt einkenni.

„Að hunsa þau, getur seinkað mikilvægri greiningu. Veittu því athygli hvað líkaminn er að segja þér,“ sagði krabbameinslæknirinn Juliano Cé Coelho í færslu á samfélagsmiðlum og sagði síðan frá fimm einkennum krabbameins sem ekki má hunsa.

Þessi einkenni eru:

Óútskýrt þyngdartap.

Mjög mikil þreyta.

Breytingar á húðinni, til dæmis blettir, sár sem gróa ekki eða dekkri húð.

Óvenjuleg blæðing, til dæmis ef blóð kemur upp með hósta, blóð í hægðum eða þvagi.

Viðvarandi verkir.

Ef þú upplifir eitt eða fleiri af þessum einkennum, þá er mikilvægt að panta strax tíma hjá lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“