fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Pressan

Obama snýr bakinu við Biden

Pressan
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 20:30

Barack Obama. Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur snúið baki við sitjandi forseta, Joe Biden. Erlendir miðlar greina frá því að Obama hafi undanfarna daga kallað eftir því að Biden íhugi stöðu sína alvarlega. Möguleikar hans á endurkjöri hafi minnkað stórkostlega og mögulega tími kominn að stíga til hliðar og hleypa nýjum frambjóðanda að borðinu.

Obama hafði áður lýst yfir stuðningi við framboð Biden og þykir þessi viðsnúningur því merki um stöðu demókrata í aðdraganda kosninganna. Biden hefur komið illa út í viðtölum og kappræðum og ekki tekist að kveða vaxandi áhyggjur af heilsufari hans í kút.

Fyrrum for­seti full­trúa­deild­ar banda­ríska þings­ins, Nancy Pelosi, hefur eins snúið baki við Biden og tilkynnt forsetanum að hann eigi enga möguleika á að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Palosi segir að ef Biden heldur framboði sínu til streitu þá muni það bitna á möguleikum demókrata að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni.

Biden hefur ekki látið sér segjast. Hann sagði við Pelosi að hann sé að koma vel út í skoðanakönnunum og metur líkur sínar góðar. Demókratar eru í erfiðri stöðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood
Pressan
Fyrir 2 dögum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri tæknifyrirtækis handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin

Forstjóri tæknifyrirtækis handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ 

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni