fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Áttu gamla lottómiða heima? Það gæti verið ráð að skoða þá

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Malcolm Reynolds hefur lagt það í vana sinn að taka þátt í lottóinu með því að kaupa miða þegar hann er á ferðinni. Hann hefur hins vegar ekki verið jafn duglegur að kanna hvort vinningur leynist á þeim.

Hann hafði vikum saman ekið um með stafla af gömlum lottómiðum í bílnum, eða þar til vinkona hans benti honum á að kannski væri ráð að kanna hvort vinningur leyndist á einverjum þeirra.

Vinkona hans náði í app sem gerir notendum kleift að skanna miðana og komast strax að því hvort vinningur leynist á þeim. Eftir að hafa fundið nokkra litla vinninga hér og þar trúði Malcolm ekki eigin augum þegar hann sá að 50 þúsund Bandaríkjadalir, tæpar sjö milljónir króna, leyndust á einum miðanum.

„Ég sagði henni að skanna miðann aftur og svo þegar ég kom heim fletti ég tölunum sjálfur upp. Ég trúði þessu ekki,“ segir Malcolm í samtali við Shore News.

Um var að ræða vinning í Powerball-lottóinu sem hefur í gegnum tíðina gefið vel í aðra hönd. Í vikunni datt einn íbúi í Georgíuríki í lukkupottinn þegar hann vann 478 milljónir dollara í umræddu lottói. Þá eru tæp tvö ár síðan Edwin Castro vann 2 milljarða dollara en það er einn allra stærsti lottóvinningur sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi