fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 07:30

Hér sést kafbáturinn við bryggju í mars síðastliðnum. Mynd:Maxar Technologies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor sökk nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja í höfn nærri Wuhan. Kínverski herinn hefur reynt að leyna þessu að sögn bandarískra embættismanna.

CNN skýrir frá þessu og segir að kafbáturinn, sem er sá fyrsti af nýrri gerð Zhou-kafbáta, sem er verið að smíða í skipasmíðastöð nærri Wuhan. Kafbátar af þessari gerð eru með áberandi X-laga skut sem á að bæta siglingahæfi þeirra neðansjávar.

Gervihnattarmynd frá 10. mars, sem var tekin af Maxar Technologies, sýnri kafbátinn í höfninni. Aðrar myndir frá Maxar frá því í júní, sýna að kafbáturinn er ekki í höfn.

„Það er engin furða að kínverski herinn reyni að leyna þeirri staðreynd að fyrsti nýi kjarnorkuknúni kafbáturinn þeirra hafi sokkið í höfninni,“ hefur CNN eftir bandarískum embættismanni.

Tom Shugart, hjá the Center for a New American Security, tók fyrstur eftir óvenjulegum umsvifum í skipasmíðastöðinni þegar hann var að skoða gervihnattarmyndir.

„Ég hef aldrei séð svona marga krana á sama staðnum. Ef maður bakkar og skoðar eldri myndir, þá sér maður einn krana en ekki marga á sama staðnum,“ sagði hann í samtali við CNN.

„Venjulega er kafbátar, eftir að þeir eru sjósettir, í skipasmíðastöðinni í marga mánuði á meðan verið  er að setja útbúnað í þá. En hann var ekki lengur þarna,“ sagði hann.

Ekki er vitað hvort búið var að setja kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátinn áður en hann sökk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“