fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 07:30

Pasta er ætlað til matar, ekki til að kasta í ökumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðin fer misjafnlega í fólk og sumir missa hreinlega stjórn á skapi sínu ef hlutirnir eru ekki alveg eftir þeirra höfði. Það var það sem gerðist í síðustu viku þegar Nolan Goins, 46 ára, var handtekinn í Flórída eftir að hann missti stjórn á skapi sínu.

Hann ók eftir Park Street, nærri Bay Pines Boulevard í St Petersburg, um klukkan 21 að kvöldi þegar hann mætti bíl og fannst Goins aðalljós bifreiðarinnar glampa of mikið of trufla hann við aksturinn.

Goins gerði sér lítið fyrir og kastaði „pasta með sósu“ út um hægri framgluggann og lenti það á ökumanni hinnar bifreiðarinnar. Pastað lenti á handlegg, fótum og efri hluta líkama ökumannsins en hann slasaðist ekki.

Þegar lögreglan handtók Goins voru pastasósublettir á hægri ermi skyrtu hans.

Honum var sleppt daginn eftir gegn greiðslu 1.000 dollara tryggingar.

En pasta kom við sögu í öðru álíka máli viku áður. Það var í Indianapolis. Ökumaður,  barnshafandi kona, tilkynnti lögreglunni að kona, sem ók stórri GMC bifreið, væri að elta hana og veifaði skammbyssu.

Konan var sögð hafa verið nærri því að aka á bifreið þeirrar barnshafandi og hafi elt hana að næstu gatnamótum þar sem hún kastaði spagettíi inn um opinn glugga bifreiðarinnar.

Pastakastarinn var handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið