Hann ók eftir Park Street, nærri Bay Pines Boulevard í St Petersburg, um klukkan 21 að kvöldi þegar hann mætti bíl og fannst Goins aðalljós bifreiðarinnar glampa of mikið of trufla hann við aksturinn.
Goins gerði sér lítið fyrir og kastaði „pasta með sósu“ út um hægri framgluggann og lenti það á ökumanni hinnar bifreiðarinnar. Pastað lenti á handlegg, fótum og efri hluta líkama ökumannsins en hann slasaðist ekki.
Þegar lögreglan handtók Goins voru pastasósublettir á hægri ermi skyrtu hans.
Honum var sleppt daginn eftir gegn greiðslu 1.000 dollara tryggingar.
En pasta kom við sögu í öðru álíka máli viku áður. Það var í Indianapolis. Ökumaður, barnshafandi kona, tilkynnti lögreglunni að kona, sem ók stórri GMC bifreið, væri að elta hana og veifaði skammbyssu.
Konan var sögð hafa verið nærri því að aka á bifreið þeirrar barnshafandi og hafi elt hana að næstu gatnamótum þar sem hún kastaði spagettíi inn um opinn glugga bifreiðarinnar.
Pastakastarinn var handtekinn vegna málsins.