fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Þóttist vera umboðsmaður til að fá nektarmyndir hjá ungum stúlkum

Pressan
Fimmtudaginn 21. september 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem þóttist vera umboðsmaður fyrir fyrirsætur, kúgaði ungar stúlkur til að senda honum kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Í einu tilfelli kúgaði hann 14 ára stúlku, sem glímir við námsörðugleika, og bauð henni sem nemur um 135.000 krónum fyrir að stunda kynferðislegar athafnir með bróður hennar.

Sky News skýrir frá þessu og segir að maðurinn, Ishmael Duncan 24 ára, hafi notað Snapchat til að komast í samband við fórnarlömb sín og hafa í hótunum við þau. Hann hefur játað 50 brot.

Hann var handtekinn í júlí 2021 í suðurhluta Lundúna. Hann var þá með kynferðislegt myndefni í fórum sínum sem og skrá yfir samskiptasögu hans á Internetinu. Lögreglan hlóð síðan myndum og samskiptum hans niður úr tölvubúnaði hans og geymslusvæðum á netinu.

Fórnarlömb hans voru 28 talsins. Það yngsta 9 ára. Þau voru meðal annars frá Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum. En lögreglan telur að hann hafi sett sig í samband við allt að 10.000 börn en lögreglan fann rúmlega 19.000 kynferðislegar myndir í tölvubúnaði hans og netsvæðum.

Lögreglan segir að Duncan hafi byrjað á að spyrja stúlkurnar hvort þær vildu starfa sem fyrirsætur fyrir þekkt merki. Síðan spurði hann þær um aldur og aðrar persónulegar upplýsingar og bað þær um að senda myndir af þeim fullklæddum.

Í kjölfarið fylgdu viðtöl og síðan sendi hann þeim samninga, sem litu út fyrir að vera löglegir. Því næst bað hann þær um að senda myndir af þeim berum að ofan því nota þyrfti þær til að leggja mat á lögun líkamans. Ef stúlkurnar spurðu, þá sagði hann að myndunum yrði eytt en öðrum hótaði hann að setja á svartan lista svo þær myndu aldrei fá starf sem fyrirsæta ef þær sendu ekki umbeðnar myndir.

Dómari mun tilkynna um refsingu hans þann 1. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu