fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar

Pressan
Mánudaginn 18. september 2023 18:00

Reiðhjól í Esbjerg/Wikimedia. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðna nótt lést 46 ára gamall karlmaður, í Esbjerg í Danmörku, af völdum áverka sem hann hlaut í kjölfar reiðhjólaslyss.

Samkvæmt upplýsingum frá vitnum og lögreglunni á svæðinu var maðurinn að hjóla á rafhjóli, síðdegis í gær. Þegar hann hjólaði yfir gangstéttarbrún vildi ekki betur til en svo að framdekkið losnaði af hjólinu. Maðurinn missti þá stjórn á því og endaði á næstu gatnamótum þar sem hann fékk þungt högg á höfuðið.

Vitni að atvikinu hringdu á sjúkrabíl. Áður en hann kom á vettvang sýndi maðurinn af sér árásargirni og óviðurkvæmilega hegðun í garð vitnanna. Lét hann sig í kjölfarið hverfa af vettvangi.

Næst sást maðurinn tæpann kílómetra frá slysstaðnum. Enn var hegðun hans árásargjörn og aftur var hringt á sjúkrabíl. Hins vegar fylgir ekki sögunni hvort að mannsins hafi verið leitað eftir að hann var farinn áður en fyrri sjúkrabíllinn kom á staðinn þar sem hann varð fyrir höfuðhögginu.

Í seinna skiptið beið maðurinn eftir sjúkrabílnum en við skoðun bráðaliða virtist hann ekki vera slasaður. Í kjölfarið var hann handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og fluttur á næstu lögreglustöð.

Á lögreglustöðinni var hann skoðaður af lækni en eftir þá skoðun var hann lagður inn á sjúkrahúsið í Esbjerg. Þar lést  hann af völdum stórfelldrar heilablæðingar sem rakin hefur verið til reiðhjólaslyssins.

Það var Ekstrabladet sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing