fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

7 ára stúlka fann 2.95 karata demant í þjóðgarði

Pressan
Fimmtudaginn 14. september 2023 08:00

Demanturinn góði. Mynd:Þjóðgarðsyfirvöld í Arkansas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að hin sjö ára Aspen Brown hafi fengið bestu afmælisgjöfina þegar hún hélt upp á afmælið sitt í Crater of Diamonds State Park í Murfreesboro í Arkansas þann 1. september. Hún fann þá 2.95 karata demant.

CNN skýrir frá þessu og segir að þetta sé næststærsti demanturinn sem fundist hefur í þjóðgarðinum á þessu ári. Sá stærsti er 3,29 karöt en hann fannst í mars.

Aspen var í þjóðgarðinum með föður sínum og ömmu til að halda upp á afmælið sitt. Hún tók stein upp, sem var á stærð við græna baun, sem lá við hlið göngustígs.

Þjóðgarðsverðir staðfestu síðan að það sem hún tók upp var demantur.

Einn eða tveir gestir þjóðgarðsins finna demanta þar daglega. Frá því að fyrsti demanturinn fannst á svæðinu hafa rúmlega 75.000 til viðbótar fundist þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Í gær

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 6 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin