fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 04:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að ungt par fór að búa saman komst konan að viðbjóðslegum venjum unnustans og um leið fór samband þeirra að þróast á neikvæðan hátt og aðeins fimm mánuðum síðar slitnaði upp úr því.

Konan skýrði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar sagði hún að þau hafi verið búin að vera saman í tvö ár þegar þau ákváðu að taka stórt skref og byrja að búa saman. En fimm mánuðum eftir að hún komst að leyndarmálinu flutti hún út og sleit sambandinu.

Þau rifust um hversu oft ætti að þvo rúmfötin og þegar unnustinn sagði henni að hann þvoi þau aðeins tvisvar á ári. „Ég get ekki verið ein um að finnast þetta viðbjóðslegt? Á tveggja mánaða fresti er strax slæmt. Aðeins tvisvar á ári er bara viðbjóðslegt,“ skrifaði hún á Reddit.

Hún sagði að unnustinn hefði játað að hann „frískaði upp á“ rúmfötin með því að spreyja Febreeze á þau og að hann sæi bara ekkert athugavert við þetta. „Engin furða að ég fékk alltaf útbrot eftir að hafa sofið heima hjá honum,“ skrifaði hún síðan.

Hún benti einnig á að þau búi þar sem loftslagið sé frekar heitt og að þau „hafi stundað kynlíf næstum daglega“ áður en hann drap kynlöngunina hjá henni. Af þeim sökum hafi svo sannarlega þurft að þvo sængurverin.

Hún sagði að þetta eitt og sér hafi ekki verið nóg til að gera út af við sambandið en dropinn sem fyllti mælinn hafi verið að hann hafi ekki viljað breyta þessu. „Það þarf ekki að þvo þau vikulega. Þú ert bara að búa til meiri vinnu fyrir mig . . . ef þú vilt að eitthvað sé gert á ákveðinn hátt, þá verður þú að gera það,“ skrifaði hann til hennar í smáskilaboðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði