fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Óhófleg yfirvinna gekk frá ungum manni

Pressan
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 17:00

Konan-sjúkrahúsið í Kobe í Japan/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því að 26 ára gamall læknir í Japan hafi tekið eigið líf, í maí síðastliðnum, eftir að hafa unnið meira en 200 klukkustundir í yfirvinnu á einum mánuði. Fjölskylda hans hefur hvatt opinberlega til þess að sú ríka hefð sem er í japönsku samfélagi fyrir yfirvinnu verði tekin til endurskoðunar.

Læknirinn ungi hét Takashima Shingo og starfaði á Konan-sjúkrahúsinu í borginni Kobe. Samkvæmt lögfræðingum fjölskyldunnar vann Takashima 207 klukkutíma í yfirvinnu mánuðinn áður en hann lést.

Spítalinn neitaði í síðustu viku að hann hefði verið látinn vinna svo mikla yfirvinnu. Japanska vinnueftirlitið hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að dauði Takashima tengist starfi hans með beinum hætti.

Málið þykir vera til marks um hversu mikið álag er á heilbrigðisstarfsfólki í Japan.

Samkvæmt heilbrigðis- og vinnumálaráðuneyti Japan er yfirvinna inngróin í menningu landsins. Starfsfólk í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins hefur tilkynnt um óheyrilega langa vinnudaga, mikinn þrýsting frá yfirmönnum og kröfur um að fólk setji vinnuveitandann ofar öllu.

Þetta ástand er kallað karoshi á japönsku sem þýðir einfaldlega dauði vegna yfirvinnu.

Móðir læknisins heitna segir hann hafa verið orðinn fullan örvæntingar eftir alla yfirvinnuna. Hún segir að hann hafi tjáð sér að álgið væri of mikið og hann fengi enga hjálp á spítalanum. Það væri enginn að passa upp á hann.

Móðirin telur að vinnuumhverfið hafi einfaldlega ýtt syni hennar fram af bjargbrúninni. Hún vonar að vinnuumhverfi ungra lækna í Japan verði breytt til hins betra.

Spítalinn sagði í síðustu viku að læknar ynnu ekki stanslaust heldur nýttu þeir hluta vinnutímans til lesturs og rannsókna og svæfu eftir tíma og þörfum hvers og eins. Þess vegna væri ekki mögulegt að ákvarða fjölda vinnustunda hvers læknis með nákvæmum hætti. Spítalinn stendur enn fast við að hann líti ekki á þetta mál sem dæmi um óhóflega yfirvinnu.

Fleiri dæmi um ótímabæran dauða

Mál Takashima Shingo er ekki það eina sem upp hefur komið í Japan sem snýst um ótímabæran dauða vegna óhóflegrar yfirvinnu. Árið 2013 lést 31 árs gömul fréttakona vegna hjartabilunar sem var rakin til þess að hún hafði unnið 159 klukkustundir í yfirvinnu síðasta mánuðinn áður en hún féll frá.

Óhófleg yfirvinna er einn algengust meðal heilbrigðisstarfsfólks, af öllum geirum, í Japan. Samkvæmt rannsókn frá 2016 vinnur fjórðungur lækna á japönskum sjúkrahúsum allt að 60 klukkustundir á viku, 5 prósent allt að 90 tíma og 2,3 prósent allt að 100 tíma.

Breytingar voru gerðar á vinnulöggjöfinni og reglugerðum um yfirvinnu breytt árið 2018 og eftir það hefur heildarfjöldi vinnustunda á hvern vinnandi mann í Japan minnkað smám saman en fjöldi yfirvinnustunda hefur þó verið breytilegur. Það virðist gefa til kynna að styrkur yfirvinnuhefðarinnar í Japan sé enn þó nokkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni