fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

6 ára sonur þeirra lést á sjúkrahúsi – Þegar þau komu heim fundu þau hjartaskerandi bréf frá honum

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 04:14

Leland. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leland Shoemake var venjulegur 6 ára drengur. Hann bjó í Williamson í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann var glaður og skemmtilegur, mjög greindur og skapandi. Óhætt er að segja að hann hafi haft mikil áhrif á alla þá sem kynntust honum.

„Hann kunni stafrófið, tölur, liti, form og 20 orð þegar hann var eins árs. Hann var litli nördinn okkar og við elskuðum hann vegna þess,“ skrifaði móðir hans, Amber Shoemake, á samfélagsmiðla að sögn Newsner.

Því miður veiktist Leland skyndilega árið 2015. Hann var lagður inn á sjúkrahús en ástand hans versnaði hratt. Læknar komust fljótlega að því að hann var með heilabólgu af völdum amöbu.

Enginn veit hvernig amaban komst í heila hans en talið er hugsanlegt að hann hafi komist í snertingu við hana þegar hann var að leik utanhúss. „Það sem hann elskaði mest var að leika sér úti. Ég hafði aldrei ímyndað mér að þetta myndi taka hann frá mér,“ skrifaði móðir hans einnig.

Leland var með mikinn höfuðverk, hita, uppköst, niðurgang, svima og augun voru til vandræða. Hann gat ekki fókusað á hluti án þess að augun hreyfðust og hann sæi tvöfalt skrifaði móðir hans þegar efnt var til fjársöfnunar fyrir Leland.

Hann barðist fyrir lífi sínu en því miður gátu læknar ekki gert neitt og þann 25. september 2015 kvaddi hann þennan heim.

Þegar foreldrar hans komu heim fljótlega eftir andlátið helltist sorgin yfir þau. En mitt í hinni yfirþyrmandi sorg sáu þau svolítið á sófaborðinu.

Allt sitt stutta líf hafði Leland haft fyrir vana að skilja eftir bréf og teikningar handa foreldrum sínum. Það hafði hann einmitt gert, skilið eftir síðustu skilaboðin til þeirra.

„Ég er enn hjá ykkur. Takk, mamma og pabbi. Ást,“ hafði hann skrifað til þeirra.

Hann hafði einnig teiknað rautt hjarta og skrifað mamma, pabbi og ást inn í það.

Amber sagði að bréfið hafi verið áminning  um þá ást sem þau deildu og hafi verið þeim örlítil huggun á þessum erfiða tíma. „Við höfum ekki hugmynd um hvenær hann skrifaði þetta. En eins og þú sérð, þá var hann alltaf sérstakt barn,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“