fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Áttu erfitt með að sofa fyrir ferðalag? Þetta er ástæðan

Pressan
Laugardaginn 1. apríl 2023 21:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft sagt að það sé mikilvægt að fá góðan nætursvefn fyrir ferðalag. En margir eiga erfitt með sofa nóttina fyrir ferðalag.

Þetta kemur fram í umfjöllun CNN sem hefur eftir Sara Nowakowski, sálfræðingi og prófessor við Baylor College læknaskólann í Houston í Texas, að ferðalög stressi marga, þar á meðal ferðavant fólk.

Hún sagði að þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, einhverju óþekktu eða öðru sem ógnar rútínum okkar, taki eðlishvöt okkar við. Það skipti engu máli hvort við séum að reyna að forðast mammút eða ná flugi snemma að morgni, eðlishvötin bregðist við á sama hátt.

Þar sem líkaminn býst við stressandi aðstæðum losar hann adrenalín og kortisól, sem eru hormónar sem auka hjartsláttinn og skerpa skilningarvitin. Af þeim sökum getum við ekki slakað á, við erum að hita okkur upp fyrir að takast á við áskorun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu