„Ég hringdi í vini mína, þeir reyndu að ná sambandi við mig en ég missti sambandið. Það var ekkert annað að gera en að sitja og bíða en ég var ekki með neinn mat. Ég var bara með eina tómatsósuflösku,“ sagði hann eftir að honum var bjargað. Sky News skýrir frá þessu.
Hann fann einnig hvítlaukskorn og matarteninga. Hann blandaði þessu saman við vatn til að fá næga orku til að lifa af. Hann sagðist stöðugt hafa þurft að ausa vatni úr bátnum. Hann reyndi einnig að senda út neyðarkall en án árangurs.
Hann skrifaði „hjálp“ á bátinn og notaði spegil til að gefa flugmönnum flugvélar, sem var á leið yfir bátinn, merki og það varð til þess að til hans sást úr flugvélinni. Kólumbíski flotinn kom honum þá til aðstoðar.
Bátur hans var þá um 120 sjómílur norðvestan við La Guajira skagann.
La @ArmadaColombia, en articulación con la @Dimarcolombia, @SENANPanama y el gremio marítimo, rescatamos un extranjero a 120 millas náuticas al noroeste de #PuertoBolívar – Guajira, luego de quedar a la deriva desde diciembre de 2022.#ProtegemosLaVida
👉https://t.co/Ss6vq48JZJ pic.twitter.com/sFTTT4IRVX— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) January 18, 2023