Sex einstaklingar, þar á meðal þrjú börn, létu lífið í hræðilegum slysum á flugdrekahátíð í Indlandi. Daily Mail greinir frá þessu en um 200 manns hafa slasast á meðan hátíðin stóð yfir. Slysin áttu sér aðallega stað í svokölluðum flugdrekabardögum þar sem keppendur freista þess að slíta línuna á flugdreka keppinautarins. Til þess eru notaðar þráðbeittar línur, sem styrktar eru með málmþráðum og jafnvel fínmöluðu gleri, sem geta eðli málsins samkvæmt reynst fólki hættulegar.
Hundruðir keppenda flykktust á hátíðina sem fram fór í fylkinu Gújarat í vesturhluta Indlands. Dauðsföllin áttu sér þannig að stað að flugdrekalínurnar flæktust um háls áhorfenda og skáru þá á háls. Þar á meðal voru þrjú börn, tvær stúlkur sem voru tveggja og þriggja ára gamlar og einn sjö ára drengur.
Alls urðu um 130 einstaklingar fyrir því að skerast á hárbeittum línunum en einnig slösuðust 46 einstaklingar í trylltum flugdrekabardögum, meðal annars með því að hrasa eða hlaupa fram húsþökum.
Því fer þó miður fjarri að slysin séu einsdæmi því að það er alþekkt í Indlandi að slíkir flugdrekahátíðir valdi slysum og jafnvel dauðsföllum hjá þátttakendum og áhorfendum.