fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Sex létu lífið í flugdrekaslysum – Þrjú börn skárust á háls

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex einstaklingar, þar á meðal þrjú börn, létu lífið í hræðilegum slysum á flugdrekahátíð í Indlandi. Daily Mail greinir frá þessu en um 200 manns hafa slasast á meðan hátíðin stóð yfir.  Slysin áttu sér aðallega stað í svokölluðum flugdrekabardögum þar sem keppendur freista þess að slíta línuna á flugdreka keppinautarins. Til þess eru notaðar þráðbeittar línur, sem styrktar eru með málmþráðum og jafnvel fínmöluðu gleri, sem geta eðli málsins samkvæmt reynst fólki hættulegar.

Hundruðir keppenda flykktust á hátíðina sem fram fór í fylkinu Gújarat í vesturhluta Indlands. Dauðsföllin áttu sér þannig að stað að flugdrekalínurnar flæktust um háls áhorfenda og skáru þá á háls. Þar á meðal voru þrjú börn, tvær stúlkur sem voru tveggja og þriggja ára gamlar og einn sjö ára drengur.

Alls urðu um 130 einstaklingar fyrir því að skerast á hárbeittum línunum en einnig slösuðust 46 einstaklingar í trylltum flugdrekabardögum, meðal annars með því að hrasa eða hlaupa fram húsþökum.

Því fer þó miður fjarri að slysin séu einsdæmi því að það er alþekkt í Indlandi að slíkir flugdrekahátíðir valdi slysum og jafnvel dauðsföllum hjá þátttakendum og áhorfendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru