fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka á mannþröng í Trier í desember 2020

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 09:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manns, þar af eitt kornabarn, létust í desember 2020 þegar maður ók bíl sínum inn í mannþröng í þýska bænum Trier. Fólkið var við jólainnkaup í bænum þegar þetta gerðist.

Maðurinn þjáðist af ofsóknarbrjálæði, geðklofa og taldi að sér væri veitt eftirför. Dómstóll í Trier hefur nú dæmt manninn í ævilangt fangelsi. Segir í niðurstöðu hans að maðurinn, sem er 52 ára, beri „sérstaklega mikla sök“ á því sem gerðist.

Hann var fundinn sekur um fimm morð og 18 morðtilraunir. Sjötta manneskjan lést tæpu ári eftir árásina.

Dómarar komust að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið á fólk, sem af tilviljun var statt í verslunargötunni, þegar hann ók jeppa sínum inn í hana.

Í dómsniðurstöðunni er kveðið á um að hann verði vistaður á geðsjúkrahúsi þar sem öryggisgæsla sé mikil.

Niðurstaða geðlækna var að maðurinn þjáist af ofsóknarbrjálæði og geðklofa. Hann hafi talið sig fórnarlamb „umfangsmikils samsæris á vegum hins opinbera“. Hann hafi talið að sér væri veitt eftirför og að fylgst væri með honum. Hann hafði drukkið áfengi þegar hann ók inn í mannþröngina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns