fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 20:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk hjón hafa höfðað mál gegn syni sínum og tengdadóttur fyrir að hafa ekki eignast börn á þeim sex árum sem þau hafa verið gift og því hafi þau ekki eignast barnabörn.

Sadhana og Sanjeev Prasad, sem búa í Haridwar í Uttarakhandríki, krefja son sinn og tengdadóttur um sem svarar til um 85 milljóna íslenskra króna fyrir barnleysið.

Í stefnu hjónanna kemur fram að þau hafi eytt sem svarar til um 34 milljóna íslenskra króna í uppeldi sonarins sem er einkabarn þeirra. CNN skýrir frá þessu.

„Þau ólu hann, menntuðu hann, gerðu hann álitlegan, gerðu hann að flugmanni sem var dýrt,“ sagði Arvind Srivastava, lögmaður foreldranna, nýlega og bætti við: „Þau sjá nágranna sína leika við barnabörnin sín og finnst að þau hefðu líka átt að fá barnabarn. Þau segja að þau hafi ekki gift þau til að þau gætu búið ein . . Svo þau sögðu að á næsta ári yrðu þau að koma með barnabarn eða greiða bætur.“

Hann benti einnig á að foreldrarnir séu að eldast og „enginn sé til að annast þau“ og að „allir foreldrar vilja verða afi og amma einhvern daginn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali