fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Segja að sannanir um tilvist hafs á Mars fyrir óralöngu auki líkurnar á að líf hafi verið þar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 22:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið sannanir fyrir því að haf hafi verið á Mars fyrir óralöngu síðan. Þeir segja að þetta auki líkurnar á líf hafi þrifist þar.

Vísindamenn fóru mjög nákvæmlega yfir kort og myndir af Mars. Við þessa skoðun fundu þeir ummerki um haf á norðurhvelinu. Þar hafi yfirborð sjávar verið í samræmi við heitt og blautt loftslag.

Sky News segir að vísindamenn hafi lengi rætt hvort líf hafi þrifist á Mars og hvort höf hafi verið þar.

Nýja rannsóknin byggist á yfirferð á nýlegum landakortum sem eru gerð úr gervihnattarmyndum. Niðurstöður hennar sýna að veðrun hafi ekki haft mikil áhrif á yfirborð Mars síðustu 3,5 milljarða ára.

Vísindamönnunum tókst að finna „óyggjandi sönnunargögn“ um strandlínu með „umtalsverðri myndun setlaga“. Hún var að minnsta kosti 900 metrar á þykkt og náði yfir mörg þúsund ferkílómetra.

Benjamin Cardenas, lektor við jarðvísindadeild Pennsylvania State háskólans og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það sem komi fyrst upp í hugann sé að tilvist hafs þýði auknar líkur á lífi. Þetta segi einnig sögu loftslagsins til forna og þróun þess.

„Út frá þessum niðurstöðum vitum við að það hlýtur að hafa verið tímabil þar sem var nægilega hlýtt og andrúmsloftið var nægilega þykkt til að fljótandi vatn gæti verið til staðar,“ sagði hann.

Svæðið, þar sem hafið var, er þekkt sem Aeolis Dorsa að hans sögn.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Geophysical Resarhc: Planets.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni