fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Pressan

Elskar þú svart kaffi og dökkt súkkulaði? Þetta er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 10:15

Ert þú sólgin(n) í svart kaffi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kýst þú helst að drekka svart kaffi? Ef svo er þá ert þú líklega hrifin(n) af dökku súkkulaði. Að minnsta kosti ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem beindist að því að komast að hvort erfðafræðilegir þættir valdi þessu.

Niðurstaðan er einmitt að það eru erfðir sem ráða því að sumir eru hrifnir af svörtu kaffi og dökku súkkulaði. CNN skýrir frá þessu. Haft er eftir Marilyn Cornelis, við Northwestern University Feinberg School of Medicine, sem vann að rannsókninni að þeir sem séu hrifnir af svörtu kaffi og dökku súkkulaði hafi unnið í lottói hvað varðar erfðaþætti því þetta geti ýtt undir gott heilsufar.

Hún sagði að vitað sé að sífellt fleiri gögn bendi til þess að það hafi góð áhrif á heilsuna að drekka kaffi en það þurfi að lesa á milli línanna því hver sá sem ráðleggur fólki að drekka kaffi muni venjulega ráðleggja því að drekka svart kaffi en ekki kaffi með mjólk og/eða sykri. Svarta kaffið sé hitaeiningasnautt en hitt geti innihaldið mörg hundruð hitaeiningar.

Rannsóknir hafa sýnt að hóflega neysla á kaffi, 3 til 5 bollar á dag, getur dregið úr líkunum á að fólk fái Parkinsonssjúkdóminn, hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og sumar tegundir krabbameins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andsnúin bólusetningum og lyfjagjöf – Urðu átta ára dóttur sinni að bana

Andsnúin bólusetningum og lyfjagjöf – Urðu átta ára dóttur sinni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda Otto Warmbier fær tugi milljóna úr hendi Norður Kóreumanna vegna illrar meðferðar

Fjölskylda Otto Warmbier fær tugi milljóna úr hendi Norður Kóreumanna vegna illrar meðferðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur